Heklað utan um steina – uppskrift í Bændablaðinu

Síðasta sumar heklaði ég utan um stóran stein (sjá blogg) og hefur hann fegrað stigapallinn hjá mér í að verða ár. Í síðustu viku ákvað ég að hekla utan um litla steina svona í tilefni þess að það er að koma sumar aftur og tími til kominn að skreyta aðeins í garðinum. Útkoman varð þessi og er ég barasta sátt. Það væri gaman að gera fleiri steina með ólíkum mynstrum og stilla upp saman. Hef séð myndir af svoleiðis á netinu og það er frekar töff.

IMG_20150510_180243

Bleiki “steinninn” er heklaður með Heklgarni nr. 10 og nál nr. 2,5 (ég hekla mjög fast)

IMG_20150510_180152

 

Gula “steininn” heklaði ég með Kartopu saumatvinna og nál nr. 1,5. Þráðurinn er úr polýester og mikill glans í honum svo hann var soldið “sleipur” en þegar ég var orðin vön að hekla með tvinnanum þá var þetta ekkert mál.

IMG_20150510_175744

Hvíti “steinninn” er svo heklaður með Perlugarni og nál nr. 1,75. Mjög þægilegt að nota perlugarn í þetta verk og væri hægt að hekla marga steina úr einni 10 gr dokku.

IMG_20150510_180130

Þegar er verið að hekla utan um steina er ómögulegt að gera eina ákveðna uppskrift sem gildir yfir alla steina. Síðustu umferðirnar verður að spila af fingrum fram því steinar eru svo ólíkir í lögun. En góðu fréttirnar eru að síðustu umferðirnar er undir steininum og þurfa því ekki að vera fallegar. Ef stykkið tollir utan um steininn þá er allt í góðu.

IMG_20150510_180140
Hinar góður fréttirnar eru að uppskriftina að þessum steinum er að finna í Bændablaðinu sem kom út 13. maí (bls. 49) og hér á síðunni okkar. Garnið sem ég notaði er hægt að kaupa í verslun Handverkskúnstar og er á útsölu á meðan birgðir endast.

Vona að þið hafið jafn gaman af því að hekla utan um steina og ég.
Hekl kveðjur Elín c”,)

 

 

Skildu eftir svar