5 góð ráð þegar stífa á hekl eða prjón


Á að fara að stífa snjókorn eða dúka? Þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Veldu rétta gerð af stífelsi fyrir þitt verkefni.
    Ef þú ert ekki viss þá getur þú athugað þessa bloggfærslu um stífelsi.
  2. Veldu undirlag.
    Hægt er að nota kork, frauðplast, pappa og ýmislegt annað. Mæli með því að þú setjið smjörpappír undir snjókornið því annars festist það við undirlagið.
  3. Veldu rétta títuprjóna.
    Þú verður að nota ryðfría títuprjóna, væri frekar svekkjandi ef títuprjónarnir lita frá sér. Mæli með því að nota títuprjóna með haus, fingurgómarnir verða ansi aumir ef verið er að næla mikið niður. Ef verkið er smátt og nota þarf marga títuprjóna getur verið gott að hafa stutta títuprjóna því það verður ansi þröngt á þingi.
  4. Notaðu mæliskífu.
    Til þess að verkið þitt sé beint og fallegt verður að nota mæliskífu. Hægt er að teikna hana upp sjálf en ég prenta út mæliskífur af einni frábærri síðu. Á bloggi A Stitch in Time er hægt að hlaða niður mæliskífum með allt frá 5 örmum upp í 24. Hægt er að afrita myndina í Word skjal og minnka hana og stækka eftir hentugleika.
  5. Passaðu að hafa hreina fingur.
    Ekki skemmtilegt að káma út fallega hvíta verkið sitt.
Ef svo allt fer á versta veg og þú ert ekki sátt með stífaða verkið þitt þá er hægt að setja verkið í þvottavél (í svokölluðu brjóstarhaldarapoka) og byrja upp á nýtt. Flest heklgarn er bómullargarn og því ætti það ekki að skemmast neitt í þvotti.

Skildu eftir svar