Það er leikur að læra

Það er svo gaman í skólanum. Ég er varla að trúa því að þetta geti verið satt. Að vera að í Háskóla að læra handavinnu. Lífið gæti ekki orðið betra. Verkefnin næstu tvær vikurnar eru Vefnaður og Prjón. Ég kunni ekki alveg að vefa – það er nú ekki flókið – en var bara nokkuð fljót að ná þessu.

Ég hef svo oft séð svona ofin verk og ekki fundist þau neitt sérstaklega falleg. Nú er ég farin að vefa og þó vefnaðurinn minn sé ekkert öðrvísi en það sem ég hef séð hjá öðrum þá finnst mér þetta einstaklega fallegt. Hverjum þykir sinn fugl fagur.


Fyrsta mottan sem ég gerði. Mjög einföld.


Önnur mottan sem ég gerði.
Var að reyna að leika mér með að gera e-ð öðrvísi og hafa þetta svona fríhendis.


Þriðja mottan mín og sú flottasta hingað til.
Var að prufa mig áfram í að gera nokkur mismunandi mynstur.


Hef verið að grúska á netinu og fundið nokkrar hugmyndir. Það er þó ekki auðvelt að finna mikið um vefnað á netinu. Næst á dagskrá er að reyna að sortera úr öllum hugmyndunum í hausnum á mér og koma því skipulega frá mér. Það er oft auðveldara sagt en gert.

Svo er það prjónið. Það er um spennandi en um leið krefjandi. Ég hef minnst á það áður að ég prjóna á enskan máta en á Íslandi tíðkast það að prjóna á evrópskan máta. Þannig að ég er að prjóna á minn máta og reyna að prjóna það svo aftur á nýjan máta. Það er frekar gremjulegt að vera að rembast við að prjóna brugðið erfiðu leiðina þegar ég kann auðveldari leið og væri mun fljótari. EN mig langar að kunna bæði og þarf í raun að kunna það ef ég ætla mér að vera kennari.

Svo er ég í einum öðrum áfanga, íslensku og stærðfræði, hann er ekki val heldur skylda. Það verður erfiðast að taka frá tíma til að læra fyrir þann áfanga því mig langar auðvitað alltaf til að gera handavinnuna frekar.

Svo til að toppa allt saman þá ætlum við mamma að fara af stað með námskeið í hekli og prjóni. Erum komnar með FB síðu Handverkskúnst. Ætla samt að blogga betur um það næst.

Skildu eftir svar