Spor – Stuðull (st)


1. Byrjið á að gera upphafslykkjur, sláið garninu yfir nálina (garnið yfir) og stingið nálinni í fjórðu loftlykkju frá nálinni.


2. Dragið garnið í gegnum lykkjuna, þá eru þrjár lykkjur á nálinni. Garnið yfir og dragið í gegn um fyrstu tvær lykkjurnar, þá er tvær lykkjur á nálinni.


3. Garnið yfir og dragið í gegnum lykkjurnar tvær sem eru á nálinni, þá er ein lykkja eftir á nálinni. Einn stuðull hefur verið gerður. Endurtakið út umferðina, heklið stuðul í hverja lykkju. Í lok umferðarinnar eru heklaðar þrjár loftlykkjur til þess að snúa (um snúningslykkjur
sjá hér). Sleppið fyrstu lykkjunni, heklið stuðul í aðra lykkju umferðarinnar og í hverja lykkju fyrri umferðar. Seinasta spor hverrar umferðar er svo heklað í efstu snúningslykkju fyrri umferðar.

Ísl – Stuðull (st)
US – Double crochet (dc)
UK – Treble
(tr)
DK – Stang maske (stm)
Myndirnar og hluta textans fékk ég lánað úr bókinni
200 Crochet blocks eftir Jan Eaton.
Þessi bók er bara snilld, kenndi mér ótrúlega mikið!

Skildu eftir svar