Þessi kantur er svipaður þeim með hnútana nema að hann er mun auðveldari og kemur að mínu mati mjög skemmtilega út. Var einmitt að nota þessa aðferð á teppið sem ég var að klára.
Umferð 1: Byrjið hvar sem er með því að stinga nálinni í e-a lykkju, gerið eina loftlykkju og fastapinna í sömu lykkju. Gerið 1 fastapinna, heklið 3 loftlykkjur, 2 fastapinna, 3 loftlykkjur, endurtakið út umferðina, tengið saman með keðjulykkju í fyrsta fastapinnann.
Eins og með hnúta kanntinn er hægt að auka bilið á milli loftlykkjuboganna og jafnvel stækka loftlykkjubogana með því að gera 4 eða jafnvel 5 loftlykkjur.