Keðjulykkjur að aftan
Þetta er ein uppáhalds aðferðin mín
og ég nota hana mest af öllum til að tengja saman ferninga.
Hún hentar best þegar allir ferningar hafa jafnmargar lykkjur allan hringinn.
Leggið ferningana saman með rönguna út á við.
Stingið nálinni í aftari hluta lykkjunar í hvorum ferning.
Gerið keðjulykkju.
Stingið nálinni í aftari hluta lykkjunar í hvorum ferning.
Gerið keðjulykkju.
Í hornunum eru líka gerðar keðjulykkjur í loftlykkjurnar.
Þegar þú ferð yfir hornið í annað sinn
er gott að gera eina loftlykkju svo það myndist ekki tog
þegar farið er yfir keðjulykkjurnar sem eru þar fyrir.
(smellið á myndirnar til að stækka þær)
Hér sést blái liturinn aðeins í gegn.
En þegar notaður er sami litur og er í ferningnum sést ekkert.
En þegar notaður er sami litur og er í ferningnum sést ekkert.
Hér sést hvernig fremri hlutar lykkjanna leggjast saman á réttunni
og gera tenginguna svo fallega.
og gera tenginguna svo fallega.
Stundum getur verið erfitt að koma orðum að einföldum hlutum.
Ef þér finnst leiðbeiningarnar ekki nógu skiljanlegar
eða þú rekst á villur endilega láttu mig vita svo ég geti gerti betur
handodi.heklarinn@gmail.com
Ef þér finnst leiðbeiningarnar ekki nógu skiljanlegar
eða þú rekst á villur endilega láttu mig vita svo ég geti gerti betur
handodi.heklarinn@gmail.com