Ég var að prófa að hekla 3 mismunandi ferninga í sömu litum og sömu stærð. Ég hef séð mörg teppi sem eru gerð úr mörgum mismunandi ferningum og þau koma oft mjög flott út…en stundum eru þau bara aaaallt of mikið.
Mér finnst blóma og hnúta ferningarnir rosa sætir saman.
Er ekki alveg jafn hrifin af ömmu ferningnum þarna.
Ég notaði heklunál nr. 3,5. Hvíta garnið er King Cole Big Value Baby. Bleika er Silver Dream, án glimmers. Bæði keypt í Rúmfó.
Uppskrift af ömmu-ferning – hnúta-ferning – blóma-ferning