Ég lærði nýtt prjón um helgina

Ég vafra mikið um netið og sé oft fallega prjónaða og heklaða hluti. Sumt af því kann ég ekki og annað hef ég ekki séð áður en ef það vekur áhuga minn set ég það á “to do” listann minn yfir eitthvað sem ég ætla mér að læra. Ég prjóna mikið en það er samt ótrúlegt hvað hægt er að rekast á sem maður hefur ekki séð áður. Eitt af því var þetta prjón “Daisy stitch eða Star Stitch Pattern” sem ég veit ekki íslenskt heiti á, en mér þykir þetta fallegt að sjá og ekki skemmir fyrir að þetta er einfalt að prjóna.

http://www.woollywormhead.com
http://www.woollywormhead.com

Munstrið prjónað fram og til baka: Margfeldi af 4 lykkjur + 1

Umferð 1 (réttan): slétt

Umferð 2: Prjónið 1 lykkju brugðið, *prjónið stjörnu, 1 lykkja brugðin* endurtakið *til* út umferðina

Umferð 3: slétt

Umferð 4: Prjónið 3 lykkjur brugðið, prjónið stjörnu, *1 lykkja brugðin,prjónið stjörnu* endurtakið *til* út umferðina

Stjarna: prjónið 3 lykkjur brugðið saman en ekki sleppa þeim af vinstri prjóni, sláið bandið uppá prjóninn og prjónið aftur brugðið í sömu 3 lykkjurnar.

Endurtakið þessar 4 umferðir sem mynda munstrið og ef þú prjónar með tveimur eða fleiri litum skiptir þú um lit í annarri hverri umferð (sléttu umferðinni)

Að prjóna í hring er aðeins öðruvísi en þá er munstrið margfeldi af 4. Vettlingarnir sem ég prjónaði eru á ca 4ra ára barn og prjónaði ég þá úr Sisu garni á prjóna nr. 2,5 og 3. Grófara garn gefur stærri vettlinga 😉

Vettlingauppskrift

Byrjaði á stroffinu og fitjaði upp 48 lykkjur á prjóna nr, 2,5 og prjónaði stroff 1 slétt og 1 brugðin 6sm. Skipti yfir á prjóna nr. 3 og prjónaði eina umferð slétt prjón og jók út í fyrstu umferð um 8 lykkjur = 1. umferð í munstri.

Munstrið prjónað í hring, margfeldi af 4:

Umferð 1; prjónið slétt

Umferð 2: *prjónið stjörnu, prjónið 1 lykkju brugðna* endurtakið *til* út umferðina

Umferð 3: prjónið slétt

Umferð 4: takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju brugðið *prjónið stjörnu, prjónið 1 lykkju brugðið* endurtakið *til* þar til 2 lykkjur eru eftir. Færið þá fyrstu lykkju umferðar yfir á prjóninn sem hefur þessar tvær lykkju eftir og prjónið stjörnu.

Færið síðustu lykkju á hægri prjóni aftur yfir á vinstri prjón þannig að hún er nú fyrsta lykkja næstu umferðar (þessi lykkja er prjónuð tvisvar sinnum, einu sinni sem síðasta lykkja fyrri umferðar og aftur sem fyrsta lykkja næstu umferðar).

Stjarna: prjónið 3 lykkjur slétt saman en ekki sleppa þeim af vinstri prjóni, sláið bandið uppá prjóninn og prjónið aftur slétt í sömu 3 lykkjurnar.

Ég notaði 2 liti, bleikan og hvítan til skiptis og skipti um lit í hverri sléttri umferð

sýna prjónið

 prjóna 3 slétt saman, ekki sleppa þeim af vinstri prjóni, slá bandið uppá prjóninn og

og aftur 3 saman

prjóna aftur slétt í sömu 3 lykkjurnar

passa að þær raðist rétt copy

Þegar stjarnan er prjónuð passið að lykkjurnar haldist í réttri röð, þannig að bandið sem slegið er uppá prjóninn verði á milli lykkjanna.

sýna hvernig næsta umferð er prjónuð copy

Stjarnan í næstu umferð myndast með því að prjóna saman lykkjurnar 3 þe. síðustu lykkju úr stjörnu, brugðnu lykkjuna og fyrstu lykkju og næstu stjörnu. Þannig koma þeir í zik zag upp vettlinginn.

Þetta er eins og ég sagði smá seinlegt þar sem færa þarf fyrstu lykkju umferðar fram og aftur á samskeytum en gekk samt vel 🙂

Ég prjónaði 9,5 rendur og merkti ég fyrir þumli í sömu umferð og ég gerði stjörnur (umferð 4 í munstri), á prjóni nr. 3. Prjónaði 1 lykkju, sleit þráðinn frá, prjónaði síðan 11 lykkjur á aukaband, hélt síðan áfram að prjóna umferðina.

þumallykkjur prjónaðar

 

Næsta umferð á eftir var slétt og prjónaði ég þá yfir lykkjurnar sem voru á aukaþræði.  Prjónaði síðan vettlinginn áfram upp þar til hann mældist 11 sm frá stroffi og hófst þá úrtaka.

Þumalmerking

Þegar kom að úrtöku ákvað ég að hafa hana einlita en með stjörnumunstri áfram. Prjónaði þannig:

Prjónn 1: 1 lykkja slétt, 2 lykkjur snúið slétt saman, prjónaði stjörnumunstur út prjóninn

Prjónn 2: prjónið stjörnumunstur þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkju slétt saman, 1 lykkja slétt

Prjónn 3: eins og prjónn nr. 1

Prjónn 4: eins og prjónn nr. 2

Þegar ég átti 22 lykkjur eftir þótti mér vettlingurinn orðinn nógu langur og hætti hér. Sleit bandið frá og dró í gegnum lykkjurnar sem eftir voru.

Þumall: Ég ákvað að hafa hann einlitan en með munstri.

lykkjur í þuma

Þræðið prjón í lykkjurnar sitthvoru megin við afgangsgarnið sem notað var. Það er smá erfitt að sjá lykkjurnar fyrir ofan en þegar þær eru komnar á prjón einnig þræðið þá afgangsgarnið úr. Prjónið 1 umferð slétt og takið upp 1 lykkju í hvoru viki = 24 lykkjur á þumli. Prjónið munstur þar til þumallinn er 4 sm.

Úrtaka á þumli: prjónið 2 lykkjur slétt saman út umferðina, prjónið 1 umferð án úrtöku, prjónið 2 lykkjur slétt saman út umferðina. Slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eru eftir.

tilbúnir fyrir þumal

Vettlingarnir tilbúnir og næsta skref er að ganga frá endum og þvo þá.

tilbúnir

Sátt við þessa vettlinga og sem eiga eftir að sóma sér vel á litlum höndum einhverrar stúlku 🙂

Hér er uppskriftin á pdf formi

Prjónakveðja

– Guðrún María

 

 

Skildu eftir svar