Bylgjuteppi – til sölu

Fyrir nokkru bloggaði ég um ‘Teppið sem aldrei varð úr…’ – bylgjuteppi sem ég byrjaði að gera en hætti við. Ég tók afgangana og gerði annað teppi. Lítið alveg svaka bleikt stelputeppi. Systir mín ætlaði að gefa vinkonu sinni það en hætti við. Svo að nú á ég þetta fína teppi sem ég hef ekkert að gera við.
Svo ég er að hugsa um að gera heiðarlega tilraun til að selja það.

Teppið er úr ullargarni og er mjög þétt heklað svo það er örugglega mjög hlýtt.
Stærðin á því er 71×79 cm.
Verð 4500 kr.

Skildu eftir svar