Graff

Hekl-Graff er yndislegt fyrirbæri.
Það er ekki einungis bundið við hekl auðvitað.
Það er hægt að gera Prjón-Graff líka.
Og Krosssaums-graff.
Ég sá þetta fyrst á Flickr-inu hjá Mmsquerade árið 2009
og varð algerlega ástfangin.
Ég var ekkert smá svekkt að hafa misst af þeim
þegar þær voru hérna á Íslandi seinasta sumar.
Ég hef gert nokkur gröff…langar ekkert smá að gera meira!
#1
júlí 2009
Útsýnispallur við Tjörnina.
Graffið var uppi í 2 vikur.
#2
ágúst 2009
Undirgöngin við Miklubraut.
Graffið hékk uppi í næstum 2 ár, en það var tekið niður um mitt árið 2011.
#3
ágúst 2009
Stytta í litlum garði við Laufásveg.
Graffið var ekki uppi lengi. Nokkra daga.
#4
júní 2011
Vesturgata

Þetta graff var gert úr illa fengnu garni.
Barnsfaðir minn á ketti sem eru mjög þjófóttir
og komu þeir heim með hvorki meira né minna
en 4 dokkur af sama garninu í sömu vikunni.

#5
júní 2011
Flókagata.
Í tilefni International Yarn Bombing Day þann 11.6.11.
Og til heiðurs móður minni sem átti afmæli þann dag,
en graffið var sett fyrir utan heimilið hennar.
#6
maí 2012
Grenivík
Fórum í ferðalag til Grenivíkur
og ég gat ekki sleppt tækifærinu til að graffa í þessu fallega umhverfi.
Graffað á Grenivík

Graffað á Grenivík

Graffað á Grenivík

#7
ágúst 2012
Strætó
Ég tók þátt í hópverkefni með Reykavík Underground Yarnstormers
þar sem við gröffuðum heilan strætó fyrir Menningarnótt.
Mitt framlag voru 4 sæti og 2 lengjur.
170820122343 - Copy
170820122346 - Copy
170820122344 - Copy

Graff sem ég hef fundið

Þið vitið ekki hvað það gerir mig hamingjusama þegar ég finn graff á förnum vegi.
Hreinlega bjargar deginum mínum c”,)
Gunnarsbraut – júlí 2010

Við Ráðhúsið – ágúst 2010

Laugavegur – mars 2011

Vesturgata – apríl 2011

Vesturgata – apríl 2011

Kennó Stakkahlíð – apríl 2011

Vesturgata – maí 2011

Laugavegur – júní 2011

Norðurstígur – maí 2011

 Norðurstígur – maí 2011
 Norðurstígur – maí 2011
Góða Hirðinum – júní 2011

Í miðbænum – ágúst 2011

Við Ráðhúsið – september 2011
Við Ráðhúsið – september 2011

Tjarnargötu – september 2011

Skildu eftir svar