Halloween skraut Handverkskúnstar

Í fyrra settum við í fyrsta sinn upp Halloween gluggaskreytingu í búðinni. Skreytingin vakti mikla lukku og var mikið spurt hvar værii hægt að nálgast uppskriftir af því sem prýddi gluggann. Við vorum alls ekki undirbúnar undir það og ekki með svörin á hreinu 😅

Í ár er aftur kominn upp gluggaskreyting og í ár ætlum við að vera betur undirbúnar með því að setja allar þessar upplýsingar í bloggfærslu 😊

🎃🎃🎃

Ég, Elín, heklaði fullt af graskerjum, köngulóavefum og köngulóm.

Uppskriftin af graskerjum og köngulóavefunum var keypt hér. Í graskerin var notað DROPS Air, einfaldur þráður í þeim minni en tvöfaldur í þeim stærri. Í köngulóavefina var notað DROPS Flora og DROPS Kid-Silk.

Uppskriftin af köngulóunum er hægt að sækja sér frítt hér. Í köngulærnar var notað DROPS Safran og DROPS Puna, til þess að fá stærri köngulær var notaður tvöfaldur til fjórfaldur þráður af þessu garni saman. 

🎃🎃🎃

Guðmunda systir/dóttir er svo snillingurinn sem kom með hugmyndina að Halloween glugganum og snillingurinn sem bjó til allt flottasta  Halloween skrautið okkar. Við erum svo heppnar að hafa Guðmundu sem kann að gera Macramé og hefur þolinmæðina í að hekla Amigurumi. Guðmunda á miklar þakkir skilið fyrir alla vinnuna sem hún lagði í þetta ❤️

Eitruðu eplin hafa vakið mikla lukku og er uppskriftin af þeim keypt á Ravelry. Litlu eplin eru hekluð úr Scheepjes Catona á nál nr. 3. Stærri eplin eru hekluð úr tvöföldu DROPS Safran á nál nr. 5.

🎃🎃🎃

Krúttlegu kisurnar eru í uppáhaldi, enda alltof sætar. Uppskriftin af þeim er líka keypt á Ravelry. Minni kisurnar eru heklaðar úr Schepjees Catona á nál nr. 3 og stærri kisurnar úr Scheepjes Stone Washed XL á nál nr. 5.

🎃🎃🎃

Tapestry vegghengis draugurinn hefur líka vakið mikla athygli. Uppskriftin af honum er keypt á Etsy. Guðmunda notaði DROPS Paris í drauginn, 2 hvítar dokkur og 1 svört, og nál nr. 5.

🎃🎃🎃

Hnýttu draugarnir eru mjög flottir líka, eins og allt hitt. Uppskriftin af þeim kemur úr myndbandi á YouTube. Draugarnir eru í þremur stærðum. Sá minnsti er hnýttur úr DROPS Safran, næsti er hnýttur úr DROPS Andes og sá stæðsti er hnýttur úr DROPS Polaris.

     

🎃🎃🎃

Krúttlega leðurblakan var hnýtt úr Scheepjes Twinkle og fann Guðmunda uppskriftina á YouToube.

🎃🎃🎃

Svava hjá Listrænni ráðgjöf sá svo um að setja upp gluggann og gera hann geggjað flottann eins og henni er lagið. Allt annað skraut í glugganum kemur frá Svövu.