30/30

Í byrjun árs (2012) setti ég mér það markmið að hekla 1 ferning á dag í 30 daga í janúar. Það fór þó svo að ég gafst upp því ég var svo slæm af sinaskeiðabólgu að ég gat ekki heklað. Draumurinn um að framkvæma þessa hugmynd lifir þó enn. Þessi texti var skrifaður fyrir ári:

Síðan í sumar hefur mig langað til að setja mér það markmið að hekla ferning á dag í einn mánuð. En vegna vinnu eða skóla þá hef ég ekki haft tíma til þess. En í dag er orðin frekar slæm af grindargliðnun og að mestu föst í sófanum að hvíla mig og horfa á sjónvarpið. Ef þetta er ekki tilvalinn tími til að vinna að þessu markmiði þá veit ég ekki hvað. Því ætla ég að hekla ferning á dag í 30 daga í janúar 2012. Þann 31. janúar ætla ég svo að hekla ferningana saman.

Ég hef því ákveðið að láta reyna á þetta aftur. Ég er ekki viss hvort mér takist það endilega þar sem ég á stundum (oft) erfitt með að klára það sem ég byrja á. En ég ætla að reyna!

mosaicfff6fafd0fa42f12480c9e0139cbbf205c5aceb2

Ég fann 30 ferninga sem mér finnast flottir og langar að prófa að hekla. Þeir eru mis erfiðir og mikil áskorun í sumum þeirra. Ég gat ekki ákveðið á hverjum ég ætti að byrja svo ég raðaði þeim í stafrófsröð.

  1. janúar – Arches Square
  2. janúar – Blooming Granny
  3. janúar – Butterfly Garden
  4. janúar – Carousel Square
  5. janúar – Chocolate Delight
  6. janúar – Double Treble Burst Square
  7. janúar – Dutch Square
  8. janúar – Enough Love to go Around
  9. janúar – Esther‘s Square
  10. janúar – Falling Star
  11. janúar – Fishermans Ring Square
  12. janúar – Happy Hearts
  13. janúar – Hearts all around
  14. janúar – Heat Wave
  15. janúar – I love the USA Square 2
  16. janúar – I love the V-stitch
  17. janúar – Kata
  18. janúar – Manny Ann‘s Square
  19. janúar – More V‘s Please
  20. janúar – Mulberry Bush
  21. janúar – Nordic Star afghan square
  22. janúar – Royal Wedding Crown Jewel
  23. janúar – Spanish Tile
  24. janúar – Spring Fling
  25. janúar – Starburst Flower Square
  26. janúar – Starfire
  27. janúar – The Efflorescent Window
  28. janúar – Violet Crochet Square
  29. janúar – Winter Dream
  30. janúar – Wish Upon a Star
  31. janúar – Hekla saman ferningana
Ferningana fann ég á Ravelry og eru allar uppskriftirnar fríar.
Svo ef þið sjáið ferning sem ykkur líkar þá er auðvelt að nálgast uppskriftina.
Að lokum:
Mér tókst að klára markmiðið – og næstum því á réttum tíma. Þetta var miklu meiri vinna en ég bjóst við. Ég bloggaði um hvern ferning og eftir að verkefninu var lokið. Ef þið viljið skoða þær færslur smellið þá hér.
Elín, 2013

Skildu eftir svar