Tvöfalt prjón – flott báðum megin
Glæsileg bók fyrir alla prjónara og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessari tækni er hægt að nota flíkina báðum megin – tvær flíkur í einni!
40 fjölbreyttar uppskriftir; peysur, sokkar, vettlingar, treflar, húfur, hólkar, sjöl, teppi og margt fleira.
Tvöfalt prjón er þekkt víða um heim en hefur lítið verið kynnt hér á landi. Hvert stykki er prjónað með tveimur hliðum á sama tíma og því hægt að snúa flíkinni á báða vegu. Með þessari tækni er hægt að prjóna nánast hvað sem er; peysur, sokka, vettlinga, trefla, húfur, hólka, sjöl, teppi og svo framvegis. Hér má finna 40 fjölbreyttar uppskriftir, auk ítarlegs leiðbeiningakafla um þessa sérstöku prjónaaðferð. Höfundur vinnur með gömul íslensk munstur í bland við færeysk munstur og útkoman er glæsileg.