Talvik peysa og húfa

Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr Drops Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Prjónuð húfa með norrænu mynstri og dúsk úr Drops Alpaca.

DROPS Design: Mynstur z-831

PEYSA

Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)
Yfirvídd: 92 (100) 108 (118) 128 (140) cm

Garn í peysu: Drops Alpaca

  • Ljósbeige nr 0618: 250 (300) 300 (350) 350 (400) g
  • Rjómahvítur nr 0100: 50 (50) 50 (50) 50 (50) g
  • Ljósbrúnn nr 0607: 50 (50) 50 (50) 50 (50) g
  • Ljóskamel nr 2020: 50 (50) 50 (50) 50 (50) g
  • Millibrúnn nr 0403: 50 (50) 50 (50) 50 (50) g

Prjónfesta: 24 lykkjur x 32 umferðir í sléttu prjóni = 10×10 cm á prjóna nr 3

Frí uppskrift hérna og garnið kaupir þú hérna eða heimsækir okkur í verslunina.