Skólapeysur

4.490 kr.

Í Skólapeysum eru tólf prjónauppskriftir af heilum peysum fyrir sex til fjórtán ára börn. Bókin er því kærkomin viðbót við flóru íslenskra prjónabóka enda vantar oft uppskriftir fyrir þennan aldurshóp.

Úrvalið er fjölbreytt; fljótlegar einlitar peysur, peysur með útprjóni og peysur með klassískum munsturbekkjum sem eiga örugglega eftir að hlýja mörgum börnum. Uppskriftirnar eru allt frá einföldum uppskriftum fyrir byrjendur til aðeins flóknari uppskrifta fyrir vana prjónara. Uppskriftirnar koma í fjölbreyttum grófleikum, frá þunnum peysum á prjóna 3,5 uppí þykkari peysur á prjóna 6,0.

Höfundarnir eru reyndar prjónakonur sem hafa hannað og prjónað barnaflíkur í fjölmörg ár.

Blaðsíðufjöldi: 80
Tungumál: Íslenska
Umbrot: Mjúkspjalda

Á lager

Vörunúmer: skólapey Flokkar: ,