Scheepjes Terrazzo – Melanzana
Scheepjes Terrazzo er blanda af 70% endurunni “mulesing free” ull og 30% endurunni viskósu tweed. Þetta þæfða tweed garn hefur dásamlega áferð og útlit, fíngerð flekkótt litbrigðin minna á Terrazzo gólf. Garnið þolir þvott upp að 30° gráðum.
Scheepjes Terrazzo sameinar bestu eiginleika ullarinnar og viskósu. Létt viskósa dregur í sig raka og gefur mjúka áferð, á meðan ullin gefur náttúrulegt útlit og hlýju. Þessir eiginleikar gera Terrazzo tilvalið í fjölbreytt hekl- og prjónaverkefni af öllum stærðum og gerðum: allt frá fatnaði, til fylgihluta og heimilisbúnaðar (teppi, púðar).
Terrazzo er fyrsta garnið frá Scheepjes sem er að öllu leiti úr endurunnu hráefni. Viðskiptavinir geta verið vissir um að garnið sé öruggt fyrir þá allra viðkvæmustu og algerlega laust við skaðleg efni. Terrazzo hefur gæðavottun OEKO-TEX® og Standard 100.
70% endurunnin mulesing free ull, 30% endurunnin viskósa (tweed)
50 gr = 175 metrar
DK grófleiki
Prjónar & heklunál: nr 4
Prjónfesta: 27 lykkjur og 35 umferðir = 10×10 cm á 4mm prjóna (skv framleiðanda)
Handþvottur við 30°C
» Finndu uppskriftir fyrir Terrazzo á heimsíðu Scheepjes.
» Skoðaðu hvað aðrir hafa heklað/prjónað úr Terrazzo á Ravelry.