Nóel heilgalli og húfa
Gallinn er prjónaður ofan frá og niður. Fyrst fram og til baka en síðan í hring. Laskaútaukning og mynstur meðfram listum að framan. Skálmar og ermar eru prjónaðar í hring.
Stærðir: 0-3 (6) 9 (12-18) 24 mánaða
– Yfirvídd ca: 48 (51) 55 (61) 65 cm
Garn: Drops Baby Merino
– 150 (200) 250 (250) 300 g
Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónar 40-60 cm, nr 2,5 og 3. Einnig hægt að nota stutta hringprjóna 23-30 cm.
Prjónfesta: 27 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni á prjóna nr 3.
Annað: nokkur prjónamerki og 6-7 tölur
Rafræn uppskrift berst eftir að kaup hafa verið staðfest.
Einnig hægt að versla á Ravelry