Hjartakaðlahúfan

Uppskriftina má finna í veftímariti GoRed 
Útprentaða uppskrift er hægt að fá með keyptu rauðu garni í húfuna hjá okkur.

Uppskriftin af Hjartakaðlahúfunni kom upphaflega út árið 2015. Húfan hefur verið endurbætt og er nú samstarfsverkefni okkar í Handverkskúnst með GoRed Ísland í tilefni af alþjóðlega GoRed deginum sem er 2. febrúar. Allir eru hvattir til að klæðast rauðu þann dag en húfan sómir sér vel í hvaða lit sem er.

Stærðir: 2-5 (6-10) ára S/M (L) dömu

  • Passar höfuðmáli: 50/52 (52/54) 54/56 (58/60) cm
  • Hæð húfu ca: 17 (20) 24 (24) cm

Garn: Drops Nepal eða Drops Alaska

  • 100 (100) 150 (150) g

Prjónar:

  • Hringprjónn 40 cm, nr 4 og 5
  • Sokkaprjónar nr 5
  • Kaðlaprjónn

Prjónfesta: 17 lykkjur = 10 cm á prjóna nr 5 í sléttu prjóni

Vörunúmer: Gored Flokkar: , , Merkimiðar: , ,