Prym – stækkunargler
Hver kannast ekki við að þurfa að rýna í texta og tákn í uppskrift? Með aðstoð Helping Bar stækkunarglersins er það liðin tíð.
Prym stækkunargler er ekki þetta venjulega stækkunargler sem við könnumst við úr gömlum spæjaramyndum. Stækkunarglerið er aflangt stykki/stöng með seglum. Seglarnir gera það að verkum að hægt er að festa stækkunarglerið á segulplötu, ef slík plata er fyrir hendi, en annars þyngja seglarnir stækkunarglerið svo það fer ekki auðveldlega á flakk..