Drops Sky Mix – grá þoka
Mjög mjúkt og létt garn úr baby alpakka og merino ull.
Garnið er samansett úr 74% baby alpakka, 8% merino ull og 18% polyamide. DROPS Sky er dásamlega mjúkt gæðagarn, er líkt DROPS Air en hefur flóknari uppbyggingu og er garnið næstum eins og ofinn þráður. Þessi uppbygging gerir það að verkum að garnið er ótrúega létt, andar vel og hefur góða endingu.
Hentar sérstaklega vel í stærri verkefni eins og teppi, poncho, jakkapeysur og peysur; einnig í kósí fylgihluti eins og sjöl, húfur og hálsklúta. DROPS Sky gefur flíkum fallega áferð þegar prjónað er með hefðbundnu sléttprjóni og útkoman verður líka ákaflega falleg í köðlum og áferðarmynstri.
74% Baby Alpakka, 8% Merino Ull, 18% Polyamide
50 gr = um 190 metrar
Drops garnflokkur B – DK grófleiki
Prjónar & heklunál: nr 4
Prjónfesta: 21 lykkjur x 28 umferðir = 10 x 10 cm
Þvoið í höndunum, hámark 30°C / Leggið flíkina flata til þerris
» Finndu fríar uppskriftir fyrir Drops Sky á heimasíðu Garnstudio.
» Skoðaðu hvað aðrir hafa prjónað/heklað úr Drops Sky á Ravelry.
Merktu myndirnar þínar með myllumerkinu #dropssky þegar þú deilir myndum af verkefnunum þínum á netinu!