Drops Air – antikgrænn
Miðlungs þykkt blásið garn úr Baby Alpaca og Merino ull.
Nýtt og spennandi “blow yarn” gert úr mjúkri baby alpakka og notalegri hlýrri merino ull. Þessi framleiðsla er einstök, byggð á nýrri tækni við framleiðslu á garni. Í stað þess að spinna þræðina saman, eru þræðir baby alpakka og merino ullar blásnir saman inn í rör, sem gerir flíkur úr þessu garni 30-35% léttari en þær sem gerðar eru úr hefðbundnu spunnu garni með sömu þykkt.
DROPS Air – eins og nafnið segir til um – er mjög létt garn sem fellur fallega að húðinni og hentar vel fyrir fylgihluti, sjöl, peysur og jakkapeysur bæði með áferð og með kaðlamynstri. Flíkur úr DROPS Air eru algjörlega kláðafríar, sem þýðir að þær eru fyrir alla!
Er í sama grófleika og Léttlopi. Þar sem Air stingur ekkert er tilvalið að nota það í uppskriftir sem eru hannaðar fyrir Léttlopa.
Uppruni hráefnis: Alpakka og ull frá Suður Ameríku, polyamide frá Þýskalandi
Langar þig að blanda saman garntegundum?
Það er hægt að blanda ýmsum tegundum af garni frá okkur saman til að fá mismunandi festu, áferð eða mýkt.
Fyrir hlýjar og léttar flíkur sem yndislegt er að hafa næst húðinni, prufaðu að sameina Drops Air með Drops Brushed Alpaca Silk. Tveir þræðir sameinaðir úr garnflokki C = garnflokkur E, sem gefur prjónfestu með 10 lykkjum x 14 umferðir = 10 x 10 cm, með prjónum 9, sem passar vel fyrir mynstrin okkar úr garnflokki E.
Smelltu hér til að lesa meira.
Ertu að hugsa um að þæfa þetta garn?
Sjáðu hvernig þetta garn lítur út fyrir og eftir þæfingu.