Brioche Heart – Lilla Björn

Hekluð hjörtu eftir heklhönnuðinn Tatsiana sem bloggar undir heitinu Lilla Bjorn. Hjörtun eru brioche crochet sem mætti íslenska sem klukkuhekl, því brioche knitting er enska orðið yfir klukkuprjón.

Garn: Scheepjes Catona, uþb 13 g í hvert hjarta.

Heklunál: nr. 3

Uppskriftin er á ensku og má nálgast frítt hérna.
Garnið kaupir þú hérna Scheepjes Catona eða heimsækir okkur í verslunina.