Ég er í áfanga í skólanum þessa önnina sem ég er voða skotin í og hef mikið gaman af.
Eins og nafnið gefur til kynna þá er kenndur útsaumur. Við byrjum önnina á að sauma sem og á lita- og formfræði. Ég er búin að gera nokkur verkefni sem ég ætla að deila með ykkur seinna en fyrst langar mig að deila með ykkur smá af hamingjunni í skólastofunni. Ég veit ekki með ykkur en efni, garn og litir gera mig afskaplega hamingjusama.
Fyrst er það efnið sem við saumum í:
Misgróf javaefni fyrir þráðabundinn útsaum
Misjöfn efni, ekki þráðabundin fyrir frjálsan útsaum
Svo er það garnið. í öllum þessu litum:
Ég lærði að þekkja muninn á perlugarni og árórugarni
Í þessum áfanga munum við líka þrykkja á efni:
Áhöld til að þrykkja.
Mér finnst svo yndislegt hvað það er hægt að nota hversdagslega hluti til þess að skapa eitthvað nýtt.
Hér má sjá stálhring af heftiplástri, lok af kremi, lok af snyrtivörum og stút af kítti.
Allt hlutir sem færu í ruslið en eru í skólanum notaðir til að föndra.
Svo er það útsaumurinn sem kennarinn okkar, Fríður Ólafsdóttir, hefur sjálf gert og er með til sýnis:
Svartsaumur – mig langar svo að læra svona
Holbein saumur – hef aldrei séð svona áður en langar mikið að læra.
Herpisaumur – aldrei heyrt um þetta heldur
Mjög töff bókamerki gert með þræðispori í java (held ég).
Það er í svona áföngum sem mér finnst ég svo sannarlega heppin að vera að læra það sem ég er að læra. Hlakka til að sýna ykkur meira eftir því sem líður á önnina.
Útsaumskveðjur
Elín c”,)