Útsaumur er fyrir alla

Útsaumur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Í fyrra var ég í útsaumsáfanga í skólanum og skemmti mér konunglega. Gleði mín smitaðist til annarra heimilismanna og tóku maðurinn minn og sonur upp java og fóru að sauma krosssaum. Þessi verk voru saumuð af fjölskyldunni í vetur.

Mikael (12 ára)

Mikael teiknaði upp sín eigin mynstur. Annað er broskall og hitt er tölvuleikjafígúra sem heitir MegaMan. Mikael skortir ekki ímyndunaraflið né sköpunarhæfileika. Það vantar bara örlítið upp á þolinmæðina hjá honum svo hann hefur ekki enn fullklárað útsaumsverkefni ennþá.

20140326_103602MegaMan

20140326_103615Broskall

Gissur (31 árs)

059

Gissur minn fylgist samviskusamlega með því handverki sem ég vinn að og sýnir áhuga eftir bestu getu. Hann þekkir muninn á hekli og prjóni og hefur ágætis auga fyrir litasamsetningum. Gissur hefur séð myndir af krosssaumi hjá mér sem kallast Subversive Cross Stitch og fílaði í botn. Hann ákvað að teikna upp sínar eigin myndir og byrjaði sauma út. Hann skemmti sér svo vel við saumaskapinn að hann sat alveg stjarfur yfir því allt til enda…og byrjaði þá strax á nýju.

060Jón Þór húðflúrari fékk þessa mynd.
Textinn er víst úr Marilyn Manson lagi.

108Glódís vinkona Gissurar sem elskar Ozzy Osbourne
fékk þessa mynd.

Elín (31 árs)

Þegar Maía mín fæddist saumaði ég út mynd fyrir hana sem situr á hillu yfir skiptiborðinu hennar. Mig langaði að hafa myndina á íslensku en textinn kom bara ekki alveg nógu vel út þannig. Welcome tiny overlord gæti verið þýtt sem Velkominn liti yfirráður. Fyrirmyndina sá ég á netinu, textinn er eins og ég breytti borðanum um textann.

047

20140325_102313

Á þessari önn hef ég verið að vinna verkefni um íslenskan útsaum. Þessar prufur gerði ég út frá því. Tetris hjartað er saumað út með gamla krosssaumnum eða fléttusaum og nafnið Móri er saumað út með Glitsaum.

Eins gaman og ég hef af því að sauma út þá finnst mér enn meira gaman að hafa fengið stóru strákana mína með mér í saumaskapinn. Að lokum skelli ég inn mynd af honum Gissuri mínum að sauma út með Maíu sofandi á bringunni.

mægiss

Handavinnukveðjur Elín c”,)

Skildu eftir svar