Tvöfalt prjón 13. mars Hornafirði
Þegar þú hefur einu sinni prófað að prjóna með þessari aðferð er ekki aftur snúið, þú verður alveg háð/ur þessari tækni. Þetta er frábær leið til þess að prjóna t.d. trefla, húfur, sokka,vettlinga, peysur og það eru engir þræðir á röngunni til að flækja sig í.
Námskeiðin eru haldin 13. mars í Handraðanum, kl. 16:30 og 20. Verð: 6.900 kr.
Á námskeiðinu förum við yfir tæknina við tvöfalt prjón, fitjum upp og prjónum prufu.
Námskeiðið er í 2 – 2,5 klst. og innifalið í námskeiðinu er:
- Garn í húfu
- Uppskrift af barnahúfu
Þú þarft að koma með:
- Prjóna nr. 3 eða 3,5 (sokkaprjóna eða hringprjón)
- Javanál
Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á prjóni. Örvhentir sem og rétthentir velkomnir.
Verð kr. 6.900
Skráning hjá Guðrúnu á netfangið: gudrun@handverkskunst.is eða í síma: 861-6655,
Greiða þarf námskeiðsgjald við skráningu kr. 6.900.
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**