Tvöfalt prjón 13. mars Hornafirði

Tvöfalt prjón (Double knitting)er mjög skemmtileg prjónaaðferð sem skilar okkur frábærum kósý, tvöföldum flíkum sem nota má á bæði réttu og röngu, það er flíkin er viðsnúanleg.

aþena og móri

Þegar þú hefur einu sinni prófað að prjóna með þessari aðferð er ekki aftur snúið, þú verður alveg háð/ur þessari tækni. Þetta er frábær leið til þess að prjóna t.d. trefla, húfur, sokka,vettlinga, peysur og það eru engir þræðir á röngunni til að flækja sig í.

Námskeiðin eru haldin 13. mars í Handraðanum, kl. 16:30 og 20. Verð: 6.900 kr.

Á námskeiðinu förum við yfir tæknina við tvöfalt prjón, fitjum upp og prjónum prufu.

Námskeiðið er í 2 – 2,5 klst. og innifalið í námskeiðinu er:

  • Garn í húfu
  • Uppskrift af barnahúfu

Þú þarft að koma með:

  • Prjóna nr. 3 eða 3,5 (sokkaprjóna eða hringprjón)
  • Javanál

Baby Merino Drops4

Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á prjóni. Örvhentir sem og rétthentir velkomnir.

Verð kr. 6.900

Skráning hjá Guðrúnu á netfangið: gudrun@handverkskunst.is eða í síma: 861-6655,

Greiða þarf námskeiðsgjald við skráningu kr. 6.900.

**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**

Skildu eftir svar