Ég var að skoða einn daginn á Flickr-inu hjá Söru London. Sem er hreint út sagt hekl snillingur og idol-ið mitt. Og rakst á þessa mynd. Mér fannst þetta of töff og ég hreinlega varð að gera svona.
Þá var bara spurning handa hverjum?
Hr. Mikael varð fórnarlambið mitt að þessu sinni. Þannig að það var rölt út í Europris og keypt garn. Ég hafði hugsað mér að hafa teppið hvítt og hafa nokkra bláa liti með…kannski smá grænt. En Mikael var ekki á sömu skoðun og valdi hann þessa 3 liti – svart, rautt og blátt.
Ég hafði enga uppskrift svo ég varð bara að prófa mig áfram. Það var samt alveg merkilega auðvelt. Þeir sem eru vanir að gera ömmu-ferninga ættu ekki að vera í neinum vandræðum með þetta.
Upprunalega átti teppið að vera röndótt en mynstrið varð til fyrir mistök.
Mér líkaði það svo ég hélt því þannig.