Sokkar og Húfa

Smátt og smátt er ég búin að vera að prófa mig áfram í hekli og reyna að komast út fyrir ferninginn. Það er hægt að gera svo miklu meira en bara teppi og dúllur úr hekli.

Ég fann uppskrift af sokkum á netinu og gekk svona glimmrandi vel að gera þá. Mér fannst þeir reyndar eilítið stórir svo ég var að hugsa hvernig ég gæti minnkað þá. Þá notaði ég Lanett garn og nál nr. 3. Ég sýndi mömmu þá með miklu stolti en komst þá að því að þetta voru alls ekki stórir sokkar heldur frekar litlir…eiginlega bara nýbura sokkar. Svo ég fór upp um nál og heklaði þessa sokka með nál nr. 3,5 á ullargarn úr Europris.

Mig langaði til að gera húfu og vettlinga í stíl. Vettlingarnir fóru algerlega úr böndunum og ég hef enn ekki náð að gera neina vettlinga sem ég er nógu skotin í til að vilja eiga.

En ég gerði eina húfu í svipuðum dúr og sokkarnir. Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um hana enn. Stundum finnst mér hún mjög fín…en stundum finnst mér hún alltof mikið. Miðað við að þetta er fyrsta húfan sem ég geri og eftir mínu eigin höfði þá er hún bara hin fínasta.

Skildu eftir svar