Rákir herrapeysa – uppskrift í Bændablaðinu

Uppskrift að skemmtilegri herrapeysu er í Bændablaðinu í dag. Peysan er prjónuð úr nýju garni frá okkur, Ketenli Yün sem er blanda af ull, líni og akrýl. Yndislega mjúkt og kósý garn sem svipar til grófleika léttlopa.

Rákir

Það var alveg kominn tími á að hafa eitthvað fyrir karlmenn í blaðinu þar sem ég hef einblínt mikið á barnaföt….kannski meira á stelpur en stráka 🙂

Ég persónulega hef alltaf valið “vandað” ullargarn í mín verkefni og helst þannig að þau þoli þvott í vél. Er ein af þessum sem leiðist þessi handþvottur. Eftir að barnabörnin mín komu til sögunnar sá ég að það sem prjónað var á þau úr garni sem mátti eingöngu handþvo voru bara ekki þvegin nema amma færi með flíkurnar heim og framkvæmdi verkið. Þetta gerði það að verkum að ég einblíni alltaf á þvotta-leiðbeiningar garns.

Elín var spennt fyrir þessu garni og vildi prófa að panta það inn í verslun okkar en ég dró lappirnar en samþykkti síðan að prófa. Það kom mér virkilega á óvart hversu gott það er að prjóna úr og vinna með Ketenli garnið okkar, sem og t.d. Basak sem ég hef einnig verið að prjóna töluvert úr. Eins og margir viðskiptavinir okkar segja akrýl er ekki sama og akrýl, þ.e. akrýlgarn eða akrýlblandað garn er jafn misjafnt að mýkt og gæðum og ullargarn ýmis konar.

Rákir2

Uppskriftin er eins og áður segir á bls 41 í Bændablaðinu í dag en hana getur þú einnig nálgast frítt hjá okkur hér

Garnið fæst einnig hjá Heilsubúðinni Grænumörk í Hveragerði og hjá Draumaland Tjarnargötu 3 í Reykjanesbæ.

Prjónakveðja
Guðrún María

 

Skildu eftir svar