Prekl aka The Knook

Ég rakst á þetta fyrirbæri The Knook á heimasíðu Leisure Arts og finnst þetta bara virka soldið spennandi. Þetta er allavegana öðrvísi og áhugavert.


Með The Knook þá prjónaru með heklunál. Svo á íslensku gæti þetta kallast prekl.

Mynd frá I’d rather be Knooking

The Knook er sem sé heklunál með spotta. Ekki ósvipað og rússnesk heklunál. Í rússnesku hekli þá heklaru áfram og svo aftur á bak til baka en með The Knook þá preklaru áfram rennir lykkjunum niður á spottann og preklar svo til baka.Í þessu myndbandi er sýnt hvernig þetta er gert. Myndbandið er þó svo langdregið að það er kvalarfullt. Vildi að svona óþolinmótt fólk gæti hraðspólað á YouTube.


Fyrst var ég ekki alveg að sjá hvaða möguleika þetta prekl hefði uppá að bjóða en eftir því sem ég skoða þetta meir þá sé ég að það er hægt að kaupa nokkrar bækur með prekl uppskriftum.


Það er spurning hvort mar eigi að skella sér á The Knook og byrja að prekla?
Hægt er að kaupa þetta í gegnum Amazon eða heimasíðu Leisure Arts.

Hefur e-r prófað þetta?
Skildu eftir svar