Ég er ekki mjög dugleg að fylgjast með handavinnubloggum en þegar ég opna Pinterest geta flogið klukkutímar og ég gleymi mér alveg. Á Pinterest er hægt að finna nánast allt milli himins og jarðar. Ég er þó mest í því að skoða allt er viðkemur prjóni, hekli og mat.
Þessa dagana eiga kaðlar nánast hug minn allan þar sem ég er með ákveðna flík í huga sem mig langar að hanna og flæðir hugur minn um Pinterest í leit að hugmyndum. Hérna get ég geymt myndir sem ég séð og fundið þær allar á einum stað og farið beint á uppskrift eða nánari lýsingu eða bara skoðað mydina.
Ef þú hefur ekki skoðað Pinterest mæli ég með því að þú stofnir þér aðgang og opnir heim þinn á þann mikla fróðleik sem þar er inni.
Hér eru valdar myndir af köðlum sem ég fann á Pinterest
Skemmtileg útfærsla á einföldum köðlum
Fallegt að setja kaðal að aftan
Þennan kaðal hef ég ekki séð áður
Þessi er á “to do” listanum mínum. Falleg flík
Jú ég er nú alltaf á leiðinni að prjóna utan um púða
Þessi fallega kápa fer ekki úr huga mér. Hún verður prjónuð þegar ég hef teiknað upp kaðlana sem notaðiur eru
Nánari upplýsingar um þessa kaðla og fleiri getið þið fundið á töflunni minni á Pinterest “Cable Knitting Patterns”.
Notendanafnið mitt á Pinterest er gmgknitting en Elínu finnið þið undir elinella
Góða skemmtun
Prjónakveðja
– Guðrún María