Peysu bölvunin

Peysu bölvunin er að sögn internetsins þekkt fyrirbæri á meðal prjónara. En hvað er peysu bölvunin? Það er sú trú að ef prjónari prjónar peysu á kærasta verði prjónarunum sagt upp…jafnvel áður en peysan er tilbúin. Sumir prjónarar segja einu leiðina tilað verða ekki fyrir bölvuninni sé að prjóna enga flík á kærastann fyrr en að gengið er í hjónaband.

Í könnun sem var gerð 2005 sögðust 15% prjónara hafa upplifað bölvunina og 41% prjónara álitu að bölvunina bæri að taka alvarlega.

 

knittingcurse3

Þrátt fyrir að orðið bölvun sé notað er bölvunin ekki álitin yfirnáttúrulegt fyrirbæri heldur félagsleg gryfja sem prjónurum ber að varast að falla í.
Ástæður fyrir sambandsslitum eftir peysuprjón geta verið nokkrar.

  • Óheppileg tímasetning: Það tekur of langan tíma að prjóna peysuna og sambandið rennur sitt skeið áður en peysan er tilbúin.
  • Lokaúrræði: Prjónarinn skynjar að sambandinu gæti verið að ljúka og prjónar peysu handa kærastanum sem tilraun til að bjarga sambandinu.
  • Of mikið of snemma: Að prjóna peysu tekur tíma og mikla vinnu. Slíkur áhugi gæti reynst of mikið fyrir nýtt samband.
  • Smekkleysa: Kærastinn er ekki fyrir að ganga í prjónuðum flíkum og finnst óþægilegt að fá slíka gjöf því hann vill ekki ganga í peysinni. Kærastinn upplifir þrýsting frá prjónaranum, þrýstingurinn verður of mikill og sambandið þolir ekki togstreituna.
  • Vanþakklæti: Prjónarinn er er stolt af peysunni sem hún gaf og finnur til gremju þegar kærastinn sýnir ekki nægilegt þakklæti. Gremjan eitrar sambandið.

Heimildir fengnar af Wikipedia.

knittingcurse2

Fyrir mér er þetta ekki flókið. Ef samband þolir ekki prjónaða peysu þá var sambandinu ekki ætlað að verða. Ég hugsa (og kærastinn minn er sammála) að ef kærastinn er nógu hrifin þá er ein peysa ekki að fara að láta hann missa áhugann.

Gott ráð er þó að hafa kærastann með í ráðum. Bera mynstur og litaval undir hann áður en hafist er handa. Þannig getur prjónarinn verið viss um að peysan falli í góðan jarðveg og verði notuð eins og vera ber.

knittingcurse1

Prjóna-kveðjur
Elín c”,)

Skildu eftir svar