Ég hef alla tíð prjónað mikið og hér áður fyrr prjónaði ég líka á mig peysur. Svo gerðist það að aukakíló festust á mér og ég prjónaði ekkert á mig í ein 15 ár…..var alltaf að bíða eftir því að ég léttist sem er víst ekki svo einfalt 🙁
Svo kom að því að ég sá peysu sem mig langaði virkilega í og ákvað að láta slag standa og prjóna peysu á mig þrátt fyrir að hún yrði stór og ég taldi að ég yrði heila eilífð að prjóna.
Peysan sem heillaði mig svona er Blue Sand peysan. Hún er einstaklega skemmtileg að prjóna og ég held mikið uppá hana.
BlueSand Cardigan e. La Maison Rililie (sjá fleiri myndir á Ravelry)
Garn: Scheepjes Stone Washed
Nú var ég komin af stað og þá er ekki aftur snúið, ég hef alltaf elskað peysur, næst var það:
Le Scarabée Bleu e. La Maison Rililie
Garn: Drops Cotton Merin0
Þá var komið að því að prófa handlitað garn og sjá hvernig það kæmi út og Gelato varð fyrir valinu.
Gelato e. Chantal Belisle (sjá fleiri myndir á Ravelry)
Garn: Merino Ull frá Dottir Dyeworks
Svo fékk ég bókina Egostrik í hendur og vá hvað það eru fallegar peysur í henni. Ég elska laufblöð í prjóni svo þessi peysa varð fyrst fyrir valinu.
Ella Cardigan úr bókinni Egostrik e. Lene Holme Samsøe
Garn: Sunna, frá Héraði og Scheepjes Alpaca Rhythm
Prjónað saman og úr varð mjúk og yndisleg peysa. (sjá fleiri myndir á Ravelry)
Ég er samt með alla vega tvær í viðbót úr bókinni Egostrik sem ég ætla að prjóna mér, er bara að velta fyrir mér garni í þær 🙂
Ég er afskaplega ánægð með að hafa farið aftur að prjóna mér peysur og láta ekki nokkur aukakíló þvælast fyrir. Það er svo gaman að prjóna sér peysu. Þessar t.d. freista mín mjög:
- Carbeth Swan Dance e. Kate Davies, alveg ákveðin í að prjóna hana fyrir veturinn
- Zweig e. Caitlin Hunter, elska að prjóna gataprjón
- Shusui Shrug e. Susanne Sommer, kallar frekar mikið á mig þessi
Smelltu hérna ef þú vilt skoða fleiri prjónaðar peysur sem ég hef dundað mér við að prjóna.
Prjónakveðja,
Guðrún María