Októberprjón og frí sokkauppskrift

Aldrei slegið slöku við í prjónaskapnum á þessum bæ, listinn yfir óprjónaða hluti styttist þó ekki þar sem ég er sífellt að fá nýjar hugmyndir og finna uppskriftir af einhverju sem mig langar til að prjóna….eða eins og ég segi: ég bara verð að prjóna þetta. Það kannast nú örugglega fleiri prjónakonur við þetta vandamál mitt 🙂

ZigZag sokkar saman_merkt2Frí uppskrift af þessum fallegu sokkum í þessu bloggi

 

Ég er Disney aðdándi og hef mikið gaman af því að prjóna eitthvað sem tengist þeim teiknimyndum sem eru í gangi hverju sinni. Núna er það teiknimyndin um Frozen prinsessuna Elsu sem flæðir um allt og prjónaðar eru margar flíkur henni til heiðurs. Glitrið í flíkunum er sennilega það sem heillar litlu stelpurnar sem ljóma í flíkum prjónuðum af mömmu, ömmu, frænku eða vinkonu.

Frozen peysa:
Frænka mín hún Þórdís Halla fékk þessa peysu í 7 ára afmælisgjöf.
Uppskriftin er úr Óveðursblaðinu og heitir Bylur, einnig er hægt að kaupa uppskriftina beint frá höfundi á netfangið steinunnbirna@gmail.com
Garn: Easy Care Big og Kartopu Kar-sim
Prjónar: númer 5

Frozen Þórdís2 merkt minnkudFallega Þórdís Halla

Frozen Þórdís merkt minnkud

 

Frozen kjóll:
Aþena ömmugull er einnig mikill aðdánandi að Frozen og fékk hún kjól sem hún er alsæl með.

Uppskrift: kjóllinn er uppúr mér en munstrið úr peysunni Byl er notað.
Garn: Sunseek garn frá handprjón.is
Prjónar: númer 4½

sameinud_minnkud merkt
Aþena kát í kjólnum

Frozen kjóll Aþena merkt minnkud

 

Frozen vettlingar:
Ég átti afgang af Easy Care garninu og prjónaði því eina Frozen klukkuprjónsvettlingar á prjóna nr 5.

Frozen vettlingar Easy Care Big merkt minnkud


Ljónahúfa Móra
Móri ömmugull hefur gaman af gröfum og ljónum. Ég teiknaði þessa húfu fyrr á þessu ári og var ákveðin í að prjóna handa honum ljónahúfu fyrir veturinn. Hann var alsæll með húfuna og tekur hana nánast ekki niður. Aþena fékk Hello Kitty húfu. Báðar prjónaðar með tvöfalt prjón tækninni, hlýjar og góðar húfur í vetur.

Uppskrift sem ég setti saman í kringum ljónið sem ég fann á netinu.
Garn: Heritage sock frá handprjón.is
Prjónar: nr 3½

ljónahúfa og Hello KittyMóri og Aþena sæl með nýju húfurnar sínar

Ljónahúfa sameinuð merkt minnkud

Gíraffa vettlingar:
Rakst á þessa skemmtilegu vettlinga á síðunni hennar Jorid. Þessa bara varð ég að prjóna en ég átti garn sem gekk af þegar ég prjónaði ljónahúfuna þannig að Gíraffa vettlingar urðu fljótprjónaðir.

Uppskrift: Jorids mønsterbutikk
Garn: Heritage sock frá handprjón.is
Prjónar: nr 3½

 Gíraffavettlingar merkt minnkud

 

Jólasokkar fyrir hnífapörin
Svona sokka sá ég á netinu í fyrra en þar sem ég fann ekki uppskrift prjónaði ég mína eigin. Þeir eiga eftir að taka sig vel út með hnífapörunum á  jólaborðinu í ár.

Uppskrift: Jólasokkar, frí uppskrift frá Handverkskúnst
Garn: Kartopu Kar-Sim, frá garn.is

Jólasokkur hnífapör hvítmerkt og m

 

Um miðjan október ákvað ég að fara með Guðmundu dóttur minni á Jólahandverksmarkað í Sjóminjasafninu þann 16. nóvember. Ég hef ekki farið áður á svona sölumarkað en þar sem ég á eitthvað af prjónavörum og hef prjónað smávegis til viðbótar verður þetta bara skemmtilegt.  Nokkrir vettlingar og sokkar hafa verið prjónaðir í þeim tilgangi að selja í nóvember.

Kanínuvettlingar 3-4 ára
Ég er svona að móta vettlinga fyrir þau yngstu sem ná aðeins uppá handlegginn. Þægilegir vettlingar á leikskólann og rólóvöllinn.

Uppskrift: Ég að fikta
Garn: Kambgarn
Prjónar: nr 3

Kanínuvettlingar merkt minnkud

 

Tilbrigði við “Litríku vettlingana”
Þessa vettlinga er að finna í bókinni Vettlingaprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur. Ég notaði stroffið á þeim en ákvað að hafa þá einlita og setja kaðal á framhlíð til að skreyta þá aðeins.

Stærð: 7-8 ára
Garn:  Kambgarn
Prjónar: nr 3,25

tilbrigði við litríku vettlingana merkt minnkud

 

Miðfell 2
Rauðir/orange/bláir vettlingarnir, úr bókinni Hlýjar hendur eftir Ágústu Þóru Jónsdóttur

Uppskrift: Miðfell 2
Stærð: 6-7 ára
Garn: Kambgarn
Prjónar: nr 3

Miðfell 2 Kambgarn merkt minnkud

 

Leikskólavettlingar:
Þægilegir vettlingar, háir upp og renna ekki léttilega af litlum höndum.

Uppskrift: Fikt í mér
Stærðir: 1-2 og 3-4 ára
Garn: Smart
Prjónar: nr 3½

Smart vettlingar merkt minnkud

 

Barnasokkar
Þessir voru prjónaðir eftir uppskrift frá Bitta Mikkelborg. Það eru fullorðinssokkar en ég notaði fínna garn og fékk þessa fínu barnasokka

Uppskrift: Ryggesokker
Skóstærð: 26-27
Garn: Lane Cervinia Strømpegarn
Prjónar: nr 3½

Ryggesokker merkt minnkud

 

Vilje sokkar
Þessa sokka er að finna í bókinni hennar Bitte Sokker – strikkning hele året . Mér þykja þessir sokkar afskaplega fallegir og hef prjónaða þá áður.

Uppskrift: Vilje
Skóstærð: 37-38
Garn: Tove ullargarn frá Sandnes
Prjónar: nr 3½

Vilje sokkar merkt minnkud

Fallegt munstur á þessum sokkum

Vilje sokkar nærmynd merkt minnkud

Zig-Zak sokkar
Þetta zig-zak munstur kemur skemmtilega út á sokkum. Ég sá sokka á Ravelry með þessu munstri og prjónaði þessa bláu. Prjónaði síðan aðra á grófari prjóna ogsá þá að þessa uppskrift er hægt að nota í margar stærðir af sokkum. Þú stýrir stærðinni með misgrófu garni og prjónum, lengd á fæti er síðan eftir því hver verðandi eigandi er.

Uppskrift: Zig-Zak sokkar, frí uppskrift frá Handverkskúnst
Skóstærð: 26-28 /36-38
Aldur: (3-5 ára) / (8-10 ára)
Garn: Smart frá Sandness eða Dale Falk
Prjónar: nr 3,25 (bláu sokkarnir) eða nr 4 (bleiku sokkarnir)

Zig-Zag sokkar Smart merkt minnkud2Smart garn á prjóna nr 3,25

ZigZag sokkar Dale Falk_merktDale Falk á prjóna nr 4

Sokkauppskriftin:

Garn: Ég notaði Smart í bláu sokkana og Dale Falk fyrir bleiku sokkana, 2 dokkur í báðar stærðir
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3 fyrir minni sokkana,  sokkaprjónar nr 4 fyrir stærri sokkana.
Prjónfesta:
28 lykkjur á prjóna nr 3 = 10 sm
24 lykkjur á prjóna nr 4 = 10 sm
Stærðir:
Bláu sokkarnir eru í skóstærð: 26-28 (3-5 ára)
Bleiku sokkarnir eru í skóstærð: 36-38 (8-10 ára)

Útskýringar á skammstöfunum:
v: prjónið framan og aftan í lykkjuna
4S: prjónið 4 lykkjur slétt
1Ó+2Ss+STY: ein lykkja tekin óprjónuð, tvær lykkjur prjónaðar sléttar saman, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir
sm: sentimetrar
B: prjónið bruðið
S: prjónið slétt
s: saman
2Szs: prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftir lykkjuboga á báðum lykkjum
Sz: prjónað slétt aftan í lykkjuna; í aftari lykkjubogann

ZigZak munstur:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *v, 4S, 1Ó+2Ss+STY, 4S, v* endurtakið *-* út umferðina.


Aðferð:
Fitjið upp 52 lykkjur og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið, 2½ sm. Skiptið yfir í ZigZag munstur og prjónið þar til stykkið mælist 16-17 sm

Hællstykki:
Hællstykkið er prjónað yfir 26 lykkjur á prjóni 3 og 4 en lykkjur á prjóni 1 og 2 eru geymdar á meðan; snúið við og prjónið:

Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið út umferðina = 26 lykkjur
Umferð 2 (frá réttu): *takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt* endurtakið frá *-* út umferðina. = 26 lykkjur

Endurtakið þessar tvær umferðir þar til;
Minni sokkur: 20 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.
Stærri sokkur: 24 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.

Hælúrtaka:
Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 14B, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 2 (frá réttunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 5S, 2Szs, 1S snúið við
Umferð 3: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er að gatinu, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 4: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið slétt þar til 1 lykkja er að gati, 2Szs, 1S, snúið við
Endurtakið umferðir 3 og 4 þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar = 16 lykkjur

Skiptið þeim á 2 prjóna og takið upp á hlið hælsins:
Minni sokkur: 10 lykkjur
Stærri sokkur: 14 lykkjur

Umferðin byrjar nú á miðjum hæl (undir il) og er prjónað slétt yfir prjón 1 og 4 en munstur yfir lykkjur á prjóni 2 og 3.
Minni sokkur: nú eru 18 lykkjur á prjóni 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3
Stærri sokkur: nú eru 22 lykkjur á prjón 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3.

Prjónið eina umferð slétt á prjóni 1 og 4, ATH: prjónið lykkjur á hælstykki Sz og munstur á prjóni 2 og 3.

Úrtaka á aukalykkjum:
Prjónn 1: prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2Ss, 1S,
Prjónn 2: prjónið munstur
Prjónn 3: prjónið munstur
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 1 umferð án úrtaka (prjónið slétt á prjónum 1 og 4 en munstur yfir prjóna 2 og 3)
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni 1 og 4.
2Szs: prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftir lykkjuboga á báðum lykkjum
Sz: prjónað slétt aftan í lykkjuna; í aftari lykkjubogann

ZigZak munstur:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *v, 4S, 1Ó+2Ss+STY, 4S, v* endurtakið *-* út umferðina.

Sokkur:
Fitjið upp 52 lykkjur og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið, 2½ sm. Skiptið yfir í ZigZak munstur og prjónið þar til stykkið mælist 16-17 sm

Hællstykki:
Hællstykkið er prjónað yfir 26 lykkjur á prjóni 3 og 4 en lykkjur á prjóni 1 og 2 eru geymdar á meðan; snúið við og prjónið:

Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið út umferðina = 26 lykkjur
Umferð 2 (frá réttu): *takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt* endurtakið frá *-* út umferðina. = 26 lykkjur

Endurtakið þessar tvær umferðir þar til;
Minni sokkur: 20 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.
Stærri sokkur: 24 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.

Hælúrtaka:
Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 14B, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 2 (frá réttunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 5S, 2Szs, 1S snúið við
Umferð 3: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er að gatinu, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 4: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið slétt þar til 1 lykkja er að gati, 2Szs, 1S, snúið við
Endurtakið umferðir 3 og 4 þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar = 16 lykkjur

Skiptið þeim á 2 prjóna og takið upp á hlið hælsins:
Minni sokkur: 10 lykkjur
Stærri sokkur: 14 lykkjur

Umferðin byrjar nú á miðjum hæl (undir il) og er prjónað slétt yfir prjón 1 og 4 en munstur yfir lykkjur á prjóni 2 og 3.
Minni sokkur: nú eru 18 lykkjur á prjóni 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3
Stærri sokkur: nú eru 22 lykkjur á prjón 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3.

Prjónið eina umferð slétt á prjóni 1 og 4, ATH: prjónið lykkjur á hælstykki Sz og munstur á prjóni 2 og 3.

Úrtaka á aukalykkjum:
Prjónn 1: prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2Ss, 1S,
Prjónn 2: prjónið munstur
Prjónn 3: prjónið munstur
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 1 umferð án úrtaka (prjónið slétt á prjónum 1 og 4 en munstur yfir prjóna 2 og 3)
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni 1 og 4.

Prjónið nú áfram án úrtaka þar til lengd á sokk er 4 sm styttri en rétt lengd á að vera.

Úrtaka á tá:
Nú er prjónað slétt yfir allar lykkjur, prjónið úrtökuumferð þannig:

Prjónn 1: prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir 2Ss, 1S
Prjónn 2. 2Sz, prjónið slétt út prjóninn
Prjónn 3: prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir 2Ss
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 3 umferðir án úrtöku
Prjónið úrtökuumferð
Prjónið 2 umferðir án úrtöku
Prjónið úrtökuumferð
Prjónið 1 umferð án úrtöku
Takið nú í hverri umferð þar til 16 lykkjur eru eftir, prjónið þá 2 lykk jur slétt saman út umferðina = 8 lykkjur eftir. Slítið bandið frá og dragið í gegnum þær sem eftir eru.

Gangið frá endum, þvoið sokkana og leggið til þerris.

 

Zig-Zag sokkar Smart nærmynd_merktNærmynd af munstri sokkanna
ZigZag sokkar Dale Falk nærmynd_merkt

Sokkauppskriftina á pdf formi má nálgast hér

Eigið góða helgi

– Prjónakveðja frá Guðrúnu Maríu

Skildu eftir svar