Ég fæ mjög margar hugmyndir að verkefnum sem mig langar til að hekla. Það verður hins vegar ekki mikið úr þeim hugmyndum oft á tíðum. Ég er soddan sveimhugi og er fljót að finna annað sem mér langar meira að gera. Eða ég get hreinlega ekki ákveðið hvernig ég vill útfæra hugmyndina.
Ég skoða mikið hekl á netinu og þar er hægt að finna endalaust mikið af innblástri í verkum annarra. Mig hefur lengi langað til þess að hekla svokallaða fánalegju (e. garland) en ekki vitað hvar ég ætti að setja hana. En nú er von á lítilli dömu og tilvalið að hekla fánalengju til að setja í hornið hennar. En þá kemur spurningin hvernig fánalengju á ég að gera?
Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég hef séð á netinu og finnst vera fallegar.
(Ef þú smellir á myndina þá ferðu á síðuna þar sem ég fann myndina)
Hvort ég muni svo hekla fánalengju eða ekki. Það verður að koma í ljós með tímanum c”,)
Hekl-kveðjur Elín