Nýji erfinginn

Þá er litli maðurinn minn mættur í heiminn. Eftir erfiða meðgöngu var ákveðið að ég yrði sett af stað 9. febrúar – eða 8 dögum fyrir tímann. Fæðingin gekk vel og voru ekki nema 6 tímar frá því að verkirnir byrjuðu þar til prinsinn var mættur. Hann var í prýðilegri stærð og mældist 52 cm og 3835 gr eða 15 merkur.
Við ákváðum nafnið hans fyrir löngu síðan og þar sem okkur foreldrunum og stóra bróður var farið að finnast soldið erfitt að þegja yfir því var ákveðið að tilkynna það við fæðingu. 
Og hefur litli maðurinn okkar fengið nafnið 
Mattías Móri

Hann er alveg yndislegur. Sefur eins og engill. Drekkur eins og herforingi. Hefur þegar klárað heilan bleijupakka og pissað hressilega yfir pabba sinn. Heilsan mín er öll að koma til – svo ég er mjög sátt þessa dagana.

Skildu eftir svar