Tvöfalt prjón 9. mars A4 Skeifunni 17

Komdu og lærðu frábæra prjónatækni og skapaðu fallegar og hlýjar flíkur. Skráning fer fram í tölvupósti til Guðrúnar, gudrun@handverkskunst.is, í síma 861-6655 eða með því að fylla út formið hér neðst á síðunni.

Traktór saman minnkud

Þetta námskeið er ætlað byrjendum í þessari prjónatækni.

Á námskeiðinu prjónum við prufu og þú lærir:

  • prjónatæknina
  • fitja upp með einum og tveimur þráðum
  • fella af með einum og tveimur þráðum
  • útaukningu
  • úrtöku

Ertu byrjuð/byrjaður á stykki úr bókinni Tvöfalt prjón – flott báðum megin og eitthvað sem þú stoppar á?. Komdu þá með stykkið með þér og ég hjálpa þér áfram.

Námskeiðið er haldið mánudaginn 9.mars kl. 18:30-21
í versluninni A4, Skeifunni 17, Reykjavík, verð: kr. 5.000.

Bókin Tvöfalt prjón – flott báðum megin verður á tilboði í versluninni þetta kvöld.

Garn kaupist á staðnum og þú kemur með prjóna nr. 3-3,5 (sokkaprjóna eða hringprjón)

Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á prjóni. Örvhentir sem og rétthentir velkomnir.

Verð kr. 5.000

Fugl saman merkt

Fylltu út formið hér að neðan til að skrá þig eða sendu línu á Guðrúnu á netfangið: gudrun@handverkskunst.is eða í síma: 861-6655,

Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4, greiða þarf námskeiðsgjald við skráningu kr. 5.000.

**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**

Hreindýr saman minnkud

Error: Contact form not found.

Skildu eftir svar