Teppahekl – Grindavík
Á þessu námskeiði verða kennd tvö falleg en einföld hekluð teppamynstur.
Námskeiðið hentar bæði fyrir algera byrjendur í hekli sem
og heklara sem kunna örlítið en langar að læra meira.
Örvhentir og rétthentir velkomnir.
Kennt verður að fara eftir uppskrift bæði í máli og myndum (hekltáknum).
Flestir nemendur munu aðeins hekla eitt mynstur á námskeiðinu sjálfu,
en eftir námskeiðið hafa þeir öðlast færnina til þess að gera hitt mynstrið heima.
Námskeiðið er kennt þriðjudaginn 16. september kl. 19:00-21:30
Staðsetning: Gallery Spuni, Gerðavöllum 17, 240 Grindavík
Sjá staðsetningu á korti.
**Garn keypt á staðnum**
Námskeiðið er ca. 2,5 klst og innifalið í námskeiðinu er:
- Uppskriftir í máli og myndum.
- Leiðbeiningahefti um hekl.
Þú þarft að koma með:
- Heklunál nr. 3,5.
(Hægt er að kaupa heklunál á staðnum). - Góða skapið
Verð: 5.000 kr.
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**
Skráning og nánari upplýsingar fást í tölvupósti handverkskunst@gmail.com eða í síma 662-8635 Elín
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 6
Hámarksfjöldi þátttakenda: 10