Mömmumont ♥

Hann Mikael minn er ekki bara tölvunörd heldur er hann líka mjög listrænn og hefur verið alveg frá því að hann var lítill. Ég hef svo gaman af öllu sem hann finnur upp á að gera og má til með að monnta mig aðeins af honum.

Síðustu 2 ár hefur hann verið í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Í ár var hann á sérstöku myndasögunámskeiði. Allir krakkarnir á námskeiðinu skelltu svo saman í bók í lok ársins með myndasögunum sínum.


Mikael var að útskrifast úr 5. bekk og fékk reglulega góðar einkunir. Þá sérstaklega gekk honum vel í listgreinunum. 

Myndmenntarmappan hans var mjög vel myndskreytt með NeonCat og tölvuspilara nafninu hans sem er Herocats.


Í myndmennt gerði hann líka þessa Creeper leirkrukku með loki.


Í textílmennt saumaði hann svo bangsa handa litla bróður sínum sem er samsuða af NeonCat og Creeper og heitir NeonCreeper. Fyrir vikið fékk hann 9 í einkun í Textílmennt sem gleður mitt handavinnuhjarta.
NeonCreeper-inn er litlríkur…en hann virðist ekki vera mjög hamingjusamur.


Og auðvitað líkar Móra vel við bangsann.
Að lokum kemur svo mynd af listamanninum.

Þetta er Facebook profile myndin hans og hafði hann mikið fyrir þessari uppstillingu.


Skildu eftir svar