Mínar uppáhalds garnverslanir í Kaupmannahöfn

Það er fastur liður í mínum ferðum til Kaupmannahafnar að fara hringinn í mínar uppáhalds garnverslanir og auðvitað kaupa garn ef eitthvað freistar mín 🙂 Ég hef oft verið spurð hvort garn sé nokkuð ódýrara en hérna heima og svo hvaða verslanir ég fer í, svo ég ákvað núna að mynda búðirnar mínar og segja ykkur frá þeim.

Við búum vel hérna á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að úrvali af garni. Nú orðið getum við verslað næstum hvaða tegund sem er og gæði garns er mikið, Það er samt sem áður eitt sem mér þykir vanta hérna hjá okkur á Íslandi og það er útsala á garni og þá meina ég ÚTSALA, eitthvað sem fær mig til að vilja fara á staðinn og versla vel inn.

Therese Garn3

Ég bý svo vel að eiga tvær frænkur sem búa í Kaupmannahöfn og önnur þeirra, Sofia frænka er mikill snillingur í hekli og stúderar mikið garn. Þar af leiðandi þekkir hún margar verslanir og förum við víða um höfuðborg Dana í okkar leiðangri og skemmtum okkur vel 🙂

Sommerfuglen:

Heimilisfang: Vandkunsten 3, København
Vefsíða: sommerfuglen.dk

Sommerfuglen

Ég hef oft heyrt konur tala um verslunina Sommerfuglen sem sína uppáhalds garnbúð í Köben og var því ákveðin í að finna hana í næstu ferð minni til að fullvissa mig um að ég væri nú ekki að missa af neinu.

Hérna finnur þú garn frá t.d. Canard, Colinette, Filatura Di Crosa, Froehlich sokkagarn, Geisk, Hjertegarn, Isager, Lorna´s Lace, Mayflower, Rauma, Rowan, Sandnes og fleira.

Fyrir mitt leiti þá varð ég ekki upprifin og fer sennilega ekkert frekar í þessa verslun aftur en auðvitað hver dæmir fyrir sig.

Uldstedet:

Heimilisfang: Vendersgade 3, København
Vefsíða: uldstedet.dk

uldstedet2

Þessa verslun heyrði ég fyrst um á Facebook og var strax ákveðin í að heimsækja hana í næstu ferð. Björt og skemmtileg verslun sem gaman er að skoða.

Hér finnur þú garn frá m.a. frá Gepard, Grignasco, Isager, Rowan, Laine du Nord, Istex, Noro, Hanne Falkenberg, BC, Katia, Manos, Art Yarn, DesignEtte, Colinette og fleira.

uldstedet3
Ekki skemmir fyrir að hérna fær ég Opal garnið. Er annað hægt en að hrífast með þessari litadýrð? Ég elska þetta garn í sokka.

uldstedet5

Við Sofia fundum þarna garn sem við höfum ekki séð áður, Sømand’s Garn heitir það, ég ætlaði að koma daginn eftir og versla smávegis af því en þá var það búið! 2 stórar körfur fullar af því deginum áður, mjög flott garn svo ef einhver hefur séð þetta garn á Íslandi þá endilega látið mig vita.

Anita Garn&strik

Heimilisfang:  Frederikssundsvej 171, Brønshøj
Vefsíða: anitagarn.dk

Anita1

Eins og þið vitið flest þá hjóla Danir mikið og þessi verslun er með hjólastæði fyrir utan sem hún skreytir/graffar og skiptir út reglulega þannig að það er gaman að sjá hvernig stæðið lítur út í hvert sinn sem maður kemur. Núna er það skreytt svona

Anita_hjólastæði sameinað

Hérna finnur þú m.a. garn frá: Drops, Lana Grossa, Mayflower, Hjertegarn, Arwetta Classic og fleira. Þetta er miðlungs verslun að stærð og gaman að versla þarna.

Anita_Neon MayflowerNeonlitir frá Mayflower

Anita2_Drops AndesFreistandi hillur fullar af Drops Andes og Drops Alpaca

Nicoline garn

Heimilisfang: Fyensgade 1, København

Nicoline Garn

Lítil verslun en hér úir og grúir allt af garni í hillum og á gólfi. Hérna finnur þú garn frá m.a. Arwetta Classic, Drops, Sandnes og fleira. Hér fær ég alltaf Arwetta Classic á tilboði en það er mitt uppáhaldsgarn í vettlinga á fullorðna.

Therese Garn

Heimilisfang: Vesterbrogade 75, København
Vefsíða: strikkegarn.dk

Síðast en alls ekki síst er svo þessi litla verslun sem óhætt er að segja að sé troðin af garni. Þú varla getur gengið þarna um fyrir garni út um allt.

Therese garn6

Hér finnur þú garn m.a. frá: Cewec, Dale, Hjertegarn, Lang, Mayflower, Permin, Sandness, Viking, alls konar litríkt strømpegarn og margt fleira. Hér er svo mikið af garni að það eru fullir pokar fyrir utan verslunina líka

Therese garnEigandinn er orðin fullorðin og dóttir hennar því komin með henni í búðina. Mæðgurnar eru þarna á bak við garnhrúgurnar við afgreiðslukassann 🙂

Therese garn4Frænka spáir og spekúlerar

Therese garn5

Ég hef alltaf gaman af því að fara hringinn og skoða garn og tilboð í þessum verslunum. Það sem mér þykir hvað mest frábrugðið frá garnverslunum á Íslandi og í Danmörku er sennilegast framsetningin á garninu. Við höfum hér á landi snyrtilegar og stílhreinar verslanir en í Kaupmannahöfn (reikna með að þetta sé líka þannig á landsbyggðinni) er mun meira af garnverslunum þar sem allt úir og grúir af garni. Pokar fyrir utan verslanir og á gólfi fullir af garni, verslanir virðast ekki binda sig við einn garnframleiðanda heldur getur þú fundið hinar og þessar garntegundir í verslununum. Sumar verslanir eru “eiginlega” draslaralegar en ég hef mjög gaman af því að skoða og gramsa í þeim 🙂

Keypt og gefið garn

Ég verslaði ekki mikið garn í þetta sinn en þetta er sýnishorn af því sem ég kom með heim.

Bækur frá rússlandiSofia frænka var nýkomin frá Moskvu og keypti þar þessar bækur handa okkur mægðum, prjónabók handa mér og heklbók fyrir Elínu. Mín er uppfull af alls konar munstrum og á ég örugglega eftir að nota ýmislegt í prjónavörur mínar í framtíðinni.

Læt þetta duga í bili og vona að þið njótið þess að skoða garn í ykkar næstu ferð til Kaupmannahafnar. Ef þið eruð með einhverja uppáhaldsbúð sem ég hef ekki nefnt þá endilega látið mig vita. Maður getur jú alltaf á sig garni bætt 🙂

Garnkveðjur,
Guðrún María

Skildu eftir svar