Menningarlegt graff

Ég er með í hópi fólks sem ætlar að graffa Hlemm á Menningarnótt. Ég er búin að hekla eitthvað en ekki jafn mikið og ég hefði viljað. Ég er bara búin að vera svo upptekin af teppinu mínu – sem ég er btw búin með.

Ég brá því á það ráð að kíkja í skúffurnar og grafa upp hin ýmsu verkefni sem ég hef byrjað á en aldrei klárað.

image

Eins og mig grunaði þá var þar að finna heilan helling. Þá er bara að hefjast handa við að ganga frá endum og telja niður dagana þar til stóri dagurinn rennur upp.

Ef þú vilt vera memm í að graffa eða vilt leggja til ókláruð verk eða prufur sem hægt er að nýta – vertu þá endilega í sambandi c”,)

Símakveðjur
Elín

Skildu eftir svar