Tvöfalt prjón – mistök leiðrétt
Öll gerum við mistök og oftast er einfalt að leiðrétta þau þó svo að stundum þurfi að rekja upp allt stykkið niður að villunni til að laga hana. Hér eru nokkur dæmi sem einfalt er að laga.
Þráður liggur yfir stykkinu
Ef það kemur fyrir að það gleymist að setja hægri prjón undir báða þræði þegar prjónuð er brugðin lykkja. Þessa villu er einfalt að laga og er það góð regla þegar prjónað er í hring að snúa stykkinu reglulega við og athuga hvort þessi villa sé til staðar og skoða hvort munstrið sé ekki örugglega rétt á báðum hliðum
Hér liggur hvíti þráðurinn yfir bleikri lykkju
Þú þarft ekki að rekja upp allt stykkið, heldur rekur þá lykkju niður að þræðinum sem liggur yfir henni
Stingur heklunál/prjóni undir lykkjuna og dregur hana undan hvíta þræðinum
Lykkjar upp aftur og villan hefur verið leiðrétt
Villa í munstri
Hér var ég að prjóna peysuna Hundagonga og rak augun í smá villu.
Ég gleymdi einni ljósblárri lykkju og kassinn varð alveg dökkblár í munstrinu
Lykkjan sem er röng er rakin niður að villu
Síðan er lykkjað upp aftur allar umferðir sem voru raktar upp
Peysan komin í lag og haldið áfram að prjóna