Guðmunda systir er með Etsy síðu þar sem hún selur gripina sína.
Þeir eru ekkert annað en fokk svalir.
Ég legg samt ekki í svona svaka gripi eins og hún er að gera heldur elska ég svona Subversive Cross Stitch eins og það er kallað á Flickr.
Subversive Cross Stitch er sem sé stæling af hefðbundum saumi, með fallegu dúlleríi og römmum utan um texta. En í stað fallegs texta er dónaskapur, blótsyrði, klámfengni, hæðni, línur úr lögum eða bíómyndum. Þekki ekki alveg “reglurnar” en held að bara það sem þér dettur í hug gangi.
Orðabókaþýðingin á Subversive er:
“l. 1. niðurrifs-; sem kollvarpar eða leitast við að kollvarpa. – n. e-r sem kollvarpar eða leitast við að kollvarpa (e-u); niðurrifsseggur.”
Þannig að á íslensku gæti þetta kallast Kollvarps Krosssaumur c”,)
Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég er búin að “uppáhald-sa” á Flickr.
3. Valentines Day Card, 4. Vaginal Hubris
3. Robot Baby Sampler, 4. What love really means
3. GTFO My House, Bitch, 4. bitch in kitchen
Hef auðvitað gert fullt af svona hefðbundnum saumi…sem situr allur inní skáp því ég hef aldrei fundið not fyrir neitt af því…ætti kannski að skella þeim hérna inn seinna.
Tilraun til að stæla gamla góða ‘Drottinn blessi heimilið’.
Er sagt að þessi setning sé úr Lion King.
Í kjölfarið ákvað ég að sauma út mynd handa mömmu í afmælisgjöf
og lét svo ramma hana inn hjá svona professional gaur.
Þarf vart að taka fram að það kostaði töluvert meira að ramma myndina inn
en nokkurn tímann kostnaðurinn við að gera myndina.
Passar einstaklega vel að hafa hana Guðmundu kisu með á myndinni.
Hún lifir svo sannarlega letilífi…og verður vonandi langlíf.
Ætlaði að gefa Mikael þetta…en honum fannst þetta aldrei jafn töff og mér.
*Merkilegt nokk þá held ég að þetta sé fyrsta bloggið mitt sem er um e-ð annað en hekl c”,)