Kollur

Ég fór í Góða Hirðinn í vikunni og rakst á þessa litlu fínu kolla þar. Stykkið kostaði 200 krónur svo ég kippti þeim með til þess að hekla sessur á þá. Nema hvað. Ég ákvað að gera einn handa Móra mínum og annan handa Aþenu frænku.

Ég fór á Pinterest til að leita að innblæstri og þessi mynd sló svona svakalega í gegn hjá mér að ég ákvað að nota hana sem viðmið. Ég vissi það ekki fyrr en eftir að ég var búin með kollinn en Sue sem á þessa mynd er með uppskriftina á blogginu sínu. Hefði sparað mér hellings tíma.

Mynd tekin héðan af blogginu The 8th Gem

Ég gróf garn upp úr skúffunum hjá mér sem passa í litaþemað sem er/verður í herberginu hans Móra.
Ég var alls ekki viss hvort ég væri að fíla þetta hjá mér á meðan ég var að hekla. En ákvað samt að halda áfram og sjá til. Ef þetta væri alveg glatað þá myndi ég bara taka það af kollinum og gera annað.


Þegar ég var svo búin að festa þetta á kollinn þá var ég sátt. Mér finnst kollurinn algert æði þótt ég segi sjálf frá.


Ég er byrjuð á setunni á kollinn hennar Aþenu. Ætla ekki að hafa þá eins. Kemur í ljós hvort ég fíla hana jafn vel.

Og já gleðilega páska c”,)


Skildu eftir svar