Jæja þá er mín komin heim eftir alveg hreint ótrúlega ferð til Bandaríkjanna. Skemmti mér alveg konunglega.
Þó svo að ferðin hafi ekki verið verslunarferð varð ég að kíkja aðeins í búðir. Ég verslaði ekki mikið EN ég hefði getað verslað svo miklu miklu meira ef buddan hefði leyft það. Og auðvitað var aðeins keypt af hekltengdum vörum c”,)
Mig hefur lengi langað til að prófa að lita sjálf garn með Kool-Aid svo ég keypti nokkra pakka. Fann svo góða bloggfærslu um svoleiðis. Það er hinsvegar spurning hvort ég komi mér í það áður en erfinginn drekkur allar byrgðirnar upp.
Keypti líka svona stykki til að gera eyrnalokka. Hefur lengi langað til að prófa að gera e-ð töff skart handa sjálfri mér.
Ég keypti mér 2 poka af tölum. Er ekki búin að ákveða hvað skal gera við þær…en pokinn kostaði bara um 200 kr svo ég hreinlega varð.
Keypti líka 3 heklunálar. Bæði afþví að mig vantaði eina risa stóra og líka því þær eru svo töff á litinn.
Keypti mér 5 dokkur af garni…spurning hvort þráður sé betra orð yfir svona fínt garn. Keypti eina af öllum litunum sem voru til, vildi óska að það hefðu verið til fleiri litir því þetta var svooo ódýrt. Ein svona dokka kostaði 250 kr. hérna heima eru þá á um og yfir 1000 kall.Ég varð reyndar fyrir soldnum vonbrigðum með verðið á fínna garni. Hélt ég gæti keypt mér e-ð flott ullargarn á góðu verði en það var bara alls ekkert ódýrara en hérna heima. Ef e-ð er þá var t.d. Debbie Bliss garnið sem er selt í Storkinum dýrara þarna úti en hér heima.
Ég keypti mér þetta blað úti. Var búin að sjá það hérna heima í Hagkaup og varð ástfangin af þessari rauðhettu-kápu-skikkju. Sá svo blaðið úti og það var auðvitað miklu ódýrara. Mér til mikillar ánægju þá eru margar fleiri flottar uppskriftir í blaðinu en þessi eina.
Spurning hvenær ég mun svo hefjast handa við verkefnið. Ég er nefninlega soldið löt á þann máta að ég nenni ekki að þurfa að hafa of mikið fyrir því sem ég er að hekla.
Það voru til ALLTOF margar bækur um hekl þarna úti. Og bara ALLA handavinnu. Ég sat alveg heillengi í Barnes & Nobles og næstum grét yfir að þurfa að velja á milli allra bókanna sem mig langaði í. En að lokum endaði ég með þessar 3.
Fyrstu bókina Pop Goes Crochet var ég bara að sjá í fyrsta sinn…en ég varð strax ástfangin. Þetta eru 36 hannanir þar sem poppstjörnur eða aðrar celebs eru fyrirmyndirnar. Venjulega kaupi ég mér ekki bækur sem eru bara með hönnunum þar sem ég finn svo sjaldan bækur þar sem mér finnst flottar fleiri en ein eða tvær hannannir – og því eiginlega ekki þess virði að kaupa heila bók. En í þessari voru flestar sem ég var að fíla.
Það var meir að segja ein hönnun sem heitir Björk.
Interlocking Crochet var á Amazon óskalistanum mínum. Þetta er e-ð sem mig langar alveg rosalega að gera. Veit ekki alveg hvað á að kalla þetta en þetta er í raun tvöfalt hekl. Það er sem sé öðrvísi að framan en aftan á. Finnst þetta ekkert smá spennandi.
Crochet Master Class er ótrúlega svöl og spennandi bók og var líka á Amazon óskalistanum mínum. Þetta er bók fyrir “alvöru” heklara…alla vegana ekki byrjendur. Þetta er kynning á gömlum-næstum gleymdun-soldið öðrvísi-heklaðferðum eða tegundum. Svo er 1 verkefni sem fylgir hverju hekli. Á pottþétt eftir að ræða þessa bók e-ð meira.