Keðjuverkun teppi – uppskrift

Ótrúlega skemmtilegt og aðeins öðrvísi zik zak teppi.
Þýdd uppskrift: Cascade Crochet Afghan – Craft Yarn Counsil


Uppskriftin:

Upphafslykkjur: Fitjið upp margfeldið af 36, bætið svo við 7 ll.


Ath: Teppið  styttist um 1/5 eftir  að byrjað er að hekla svo hafið upphafslykkjurnar aðeins lengri en teppið á að vera.


1. umf: 1 st í 4. ll frá nálinni, 1 st í næstu 2 ll, *[hoppið yfir 2 ll, kl í næstu ll, 3 ll, 1 st í næstu 3 ll], 3 sinnum, [3 ll, kl í næstu ll, hoppið yfir 2 ll, 1 st í næstu 3 ll] 3 sinnum*, endurtakið frá * að * þar til 1 ll er eftir, 1 st í síðustu ll, snúið við.


Ath: Héðan í frá er aðeins heklað í aftari hluta lykkjunnar.2. umf: 3 ll (telst sem 1 st), *[1 st í næstu 3 st, hoppið yfir kl fyrri umf, hoppið yfir 2 ll, kl í 3. ll fyrri umf, 3 ll] 3 sinnum, [1 st í næstu 3 st, 3 ll, kl í næstu ll, hoppið yfir 2 ll, hoppið yfir kl fyrri umf] 3 sinnum*, endurtakið frá * til * þar til 4 st eru eftir, 1 st næstu 3 st, 1 st í 3. ll fyrri umf, snúið við.


Endurtakið 2. umferð þar til teppið er orðið nógu langt.

Kannturinn:
Þetta teppi er þannig að það er ekki nauðsynlegt að gera kannt utan um teppið. En ef þig langar að gera kannt þá er ráðlegt að hekla eina til tvær umferðir af fastapinnum áður en kannturinn er gerður. Þú getur valið um nokkrar mismunandi gerðir af könntum hér.

Skildu eftir svar