Jólasnjókorn 2011

Þetta árið ætlaði ég að halda í hefðina mína og hekla snjókorn og senda með jólakortum.


En ég er frekar léleg í að senda jólakort – eins og mér finnst gaman að fá þau send – og seinustu ár hefur þetta gengið hálf brösulega hjá mér. Svo í ár voru ekki send út jólakort heldur skellti ég snjókornum á nokkra pakka.Snjókorn með áttblaðarós
úr Þóru heklbók


Ship’s Wheel Snowflake
eftir Deborah Atkinson aka Snowcatcher
 
Golden Anniversary Snowflake
eftir Deborah Atkinson aka Snowcatcher

Snjókorn nr #15
úr bókinni Lacy Snowflakes
eftir Brenda S. Greer

  

Snjókornið sem mamma fékk

Guðmunda systir fékk áttblaðarósina

Snjókornið hennar Petreu systur

Snjókornið hennar Jóhönnu systur

Mér fannst innpakkið bara takast vel hjá mér þessi jólin.
Einfalt og látlaust.


Og að lokum ein mynd af okkur systrunum með mömmu á Aðfangadagskvöld.

Vona að allir sem lesa bloggið mitt
(og bara allir yfir höfuð) 
hafi átt góð og gleðileg jól.

Skildu eftir svar