Ég á 4 dætur og ein þeirra elskar jólin, jólaskrautið og ljósin sem þeim fylgja. Hún hefur ekki slegið slöku við heima og hnýtt ýmislegt úr Scheepjes Twinkle, svona til að fá smá glit og auðvitað úr DMC Macrame garninu sem við tókum nýlega inn.
Efniviður sem Guðmunda notaði í þessa fallega skrauthring:
- 15 cm stálhringur
- DMC Macrame garn (þrír þræðir, hver þráður er 480 cm)
- 50 mm bjöllur
- Skrautborðar
Hérna er linkur á bloggfærslu sem sýnir hvernig á að hnýta utan um þessa skemmtilegu hringi.
Hérna eru minni hringir notaðir í þá þarf:
- 55mm stálhringur
- DMC Macrame (einn þráður 270 cm langur)
- 11mm bjöllur
- Skrautborði er val
Hérna er Youtube myndband sem sýnir hvernig á að hnýta utan um þessa skemmtilegu hringi.
Á þessari mynd er hvíti hringurinn hnýttur eftir bloggfærslunni hér að ofan. Þessir eru fallegir á jólatré eða til að skreyta jólapakkana.
Í þessa hringi notuðum við
- 40mm stálhringur
- Scheepjes Twinkle (þrefalt, 165 cm hver þráður) eða DMC Macrame (1 þráður 165 cm langur)
- 15mm bjöllur
- Skrautborði er val
Litla jólatréð uppi í hægra horninu er einnig tilvalið til að skeyta jólatré eða jólapakka. Við notuðum DMC Macrame og hérna sérðu Youtube myndband hvernig að að útbúa það.