Jólanámskeið
Jólin nálgast og nú er tíminn til að hefjast handa því það er fátt jafn yndislegt og að skreyta heimilið með handgerðu jólaskrauti.
Á þessu námskeiði koma prjónarar og heklarar á sama tíma. Námskeiðsgestir munu ýmist prjóna/hekla utan um jólakúlu, hekla/prjóna bjöllu á ljósaseríu, prjóna sokk fyrir hnífapörin eða hekla snjókorn.
Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á prjóni og hekli. Örvhentir sem og rétthentir velkomnir.
Smelltu á námskeið hér að neðan til að lesa nánari upplýsingar:
– Námskeið 4. nóvember í Grindavík
– Námskeið 6. nóvember í Reykjavík
Skráning hjá Guðrúnu, gudrun@handverkskunst.is, sími: 861-6655