Jólagjöf til þín

**** Frábær þátttaka og allir sem kvittuðu fyrir kl. 16 í dag fá uppskrift senda í kvöld **** 

Tíminn flýgur og jólin eru að koma, þegar ég hef skemmtileg verkefni á prjónunum þá gleymi ég tímanum alveg og hann bara líður hratt áfram.

jolabjollur ekg2

Þessi 35 ljósa sería hangir hjá Elínu enda hún handóð og helkar út í eitt <3

Um helgina fór ég í Húsasmiðjuna og fann loksins ljósaseríu sem er lengja ekki hringur svo loksins gat ég komið prjónuðu og hekluðu bjöllunum mínum fallega fyrir 🙂

jólabjollur GMG

Serían mín komin í gluggann

Eins og margir vita þá gefa þessar bjöllur fallega birtu frá sér og það er svo notalegt að hafa þær hangandi í glugganum. Svo af því að það eru að koma jól langar mig að leyfa sem flestum að njóta þess að hafa prjónaðar bjöllur á sinni ljósaseríu og ætla nú að gefa ykkur uppskrift af tveimur þeirra 🙂

jolabjollur GMG3

Heklaðar og prjónaðar bjöllur saman á seríu

jolabjollur ekg

Hekluðu bjöllurnar hennar Elínar

Ég er mjög litaglöð kona og þess vegna þykir mér marglit sería afskaplega falleg með bjöllum á en þar sem ég ætla að hafa mína uppi í allan vetur hafði ég glæra seríu

hekluð sería frá EKG

Langar þig í bjölluuppskrift af tveimur prjónuðum bjöllum?  Mér þykir afskaplega gaman að gleðja aðra svo það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á póstlistann okkar með því að skilja eftir netfang þitt hér fyrir neðan eða á Facebook síðunni okkar frá kl. 14-16 í dag 17. desember  (það kemur fram kl. hvað þú skilur eftir netfangið svo ég mun fara eftir því).  Ég mun senda ykkur uppskriftina í tölvupósti.

**** Athugið að þessi gjöf er eingöngu í gangi frá kl. 14-16 í dag ****

Jólakveðja
Guðrún María

Skildu eftir svar