Kunningjakona mín sagði um jólin þegar ég var að fræða hana í kæti um hvað ég hefði fengið í jólagjöf: “Það hlýtur að vera auðvelt að gefa þér gjafir. Kaupir bara garn!”
Það er bara rétt og þekkir fjölskyldan mín mig það vel að auðvitað fékk ég garn og heklunálar í jólagjöf c”,)
Stærðir 3,5 – 4,5 – 5,5
Guðmunda systir gaf mér þetta æðislega nálasett 9 nálar í stærðum 4-12.
Kristófer bróðir (12 ára) var svo sætur að kaupa þetta garn handa mér í USA.
Hann valdi það alveg sjálfur.
Sofia og Sunneva gáfu mér líka þessar 3 sprengdu dokkur.
Mayflower Hit Ta-Too uppáhalds garnið mitt.
Amma elskan gaf mér 5 dokkur af glimmer garni. Mjög svo svalar.
Minnið er aðeins farið að svíkja hana ömmu skinnið og á Öðrum í Jólum þegar hún sá mig vera að hekla úr því sakaði hún mig um að hafa stolið því úr skápnum sínum.
En svo hló hún og hló þegar ég minnti hana á að hún hefði gefið mér það í jólagjöf c”,)